Forvitnir frumkvöðlar – Fræðsluhádegi Landshlutasamtaka

petra

Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna– Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa standa að mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag í mánuði. Fjölbreytt fræðsla í boði fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna. Fræðsluhádegin eru öllum opin og að kostnaðarlausu!Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í …

SLEÐA-KAKÓ Í BREKKUNNI

petra

Veðurspáin fyrir laugardaginn er góð og nóg af snjó í brekkunni.Við bjóðum allar snjóþotur bæjarins, stórar sem smáar, ásamt sleðum, pokum og slöngum velkomnar í brekkuna við bæinn.Það verður heitt kakó í boði milli kl. 13:00 – 15:00 (eða meðan birgðir endast).Við skorum á mömmur og pabba, afa og ömmur, frænkur og frændur að mæta í kakó og að rifja …

Þrettándagleði í Borgarnesi

petra

Við kveðjum jólin með glæsilegri flugeldasýningu  í Englendingarvík í Borgarnesi á Þrettándandum, mánudaginn 6. janúar kl 18:00. Kvöldið hefst á hátíðlegum nótum með söng og gleði frá Kirkjukór Borgarneskirkju – sannkölluð hátíðarstemning. Veitingarstaðurinn Englendingavík og Geirabakarí bjóða upp á heitt kakó og ljúffengar smákökur.❤️ Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar hefst svo kl 18:30. Við hvetjum gesti til að geyma bílinn heima …

Skötuveisla KKD Skallagríms

petra

Skötuveisla Skallagríms 2024 Körfuknattleiksdeild Skallagríms stendur fyrir Skötuveislu í Hjálmakletti Mánudaginn 23. Desember Tilvalið fyrir vinnustaði, vinahópa, stór fjölskyldur, minni fjölskyldur nú eða bara einstaklina. Hvetjum fyrirtæki og hópa að panta tímalega og fá hópatilboð. Veislan byrjar stundvíslega kl 11:30Verð 4500 kr Skata með mörfeiti/hnoðmör Soðinn saltfiskur Soðnar rófur og kartöflur Rúgbrauð Kaffi/te Staup af íslensku brennivíni fylgir frítt með …

Jólagleði á slökkvistöðinni í Reykholti

petra

Okkur á slökkvistöðinni í Reykholti langar að bjóða ykkur í jólaheimsókn 15.des milli klukkan 13:00-15:00. Við ætlum að bjóða uppá smákökur, kaffi og kakó. Verðum  með dagatöl til sölu til styrktar starfsmannafélags Neista. Og hægt verður að skoða bílana og búnaðinn okkar. Vonandi verður eldpotturinn á staðnum og þá er hægt að spreyta sig á eldvarnarteppi undir leiðsögn fagfólks. Vonandi …

Jólakvöld Kaupfélags Borgfirðinga

petra

Jólakvöld Kaupfélags Borgfirðinga verður fimmtudaginn 5.desember nk. frá kl 19:30-22:00Léttar veitingar, kynningartilboð á nýjum vörum, tilboð um alla búð. Jólaleikur og margt fleira.

Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar

petra

Föstudaginn 6. desember 2024, milli kl. 10.00-12.00 Munum við halda myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar á vegum Héraðsskjalasafnsins þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið öll velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar

petra

Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00 þar sem kynnt verður fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 og framkvæmdaáætlun næstu fjögurra ára. Farið verður verður yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og kynntar áherslur næsta árs. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti en jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.