Beactive hreyfivika í Borgarbyggð árið 2025- Finndu þína hreyfingu!

nextjs

Hugmyndafræði Beactiv hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum.
Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir alla aldurshópa og öllum opin. Boðið er upp á opnar æfingar, danspartý, sameiginlegar göngur og ratleik þar sem gleðin og hreyfingin eru í fyrirrúmi. Einnig verða fyrirlestrar sem styðja við meginþema vikunnar: hreyfingu og samveru.

Kíktu á það sem er í boði og finndu þína hreyfingu!
Dagskrá Beactive í Borgarbyggð Þessa viku verður frítt í opna tíma í íþróttamiðstöðinni, allir velkomnir að koma og kynna sér aðstöðuna á meðan húsrúm leyfist. Ókeypis kynningarvika í Janus og opin vika hjá Metabolic.
23. september – Þriðjudagur

Opin vika í Metabolic. Allir velkomnir á æfingu. Kl 6:00, 12:00 og 17:00.

10:00 Hresssandi og nærandi gönguferð með Mummu Lóu um Borgarnes – lagt af stað frá íþróttamiðstöðinni.

11:00 – 12:00 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

12:00-13:00 Hádegisþrek – Íris Grönfeldt

13:00 – 15:30 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

15:30 – 16:15 Vatnsleikfimi konur

16:15 – 17:00 Vatnsleikifimi allir

17:00 -17:45 Vatnsleikfimi karla

19:00–20:30 Blak (Hvannir) konur, staðsetning: Kleppjárnsreykir.

20:00 Fyrirlestrar í sal Grunnskólanns í Borgarnesi.

· Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir, sjúkraþjálfari og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis – Hvernig aukum við hreyfingu og takmörkum kyrrsetu. Guðríður kynnir hvernig hreyfing getur verið fjölbreytt og hluti af daglegu lífi. Í Borgarbyggð eru víða tækifæri til hreyfingar og þar má m.a. nefna hreyfistöðvar.

· Guðríður Ringsted, geðhjúkrunarfræðingur og teymisstjori öldrunargeðteymis á Landspítala – Það getur verið kúnst og krefjandi að sinna heilsu sinni í jafnvægi. Hver og einn þarf að finna sinn takt og áhugasvið. Guðríður leiðir okkur í gegnum að það þurfi ekki að vera flókið, kosta mikið eða fara langt. Stundum er nóg að vera með skapandi huga og sjálfsmildi.

24. september- Miðvikudagur

Opin vika í Metabolic. Allir velkomnir á æfingu. Kl 6:00, 12:00 og 17:00.

9:45 – 10:30. Frí kynningarvika í Janus – efri hæð íþróttamiðstöð.

11:00 – 17:00 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

17:00 -19:00 Fjölskylduratleikur um Borgarnes – Upphafsstaður Skallagrímsgarður.

17:00 Léttur fjölskyldugöngutúr í Reykholtsskógi með Ingibjörgu Ingu. – Lagt af stað frá Reykholtskirkju.

25. september – Fimmtudagur

Opin vika í Metabolic. Allir velkomnir á æfingu. Kl 6:00, 12:00 og 17:00.

11:00 – 12:00 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

12:00-13:00 Hádegisþrek – Íris Grönfeldt

13:00 – 15:30 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

15:30 – 16:15 Vatnsleikfimi konur

16:15 – 17:00 Vatnsleikifimi allir

17:00 -17:45 Vatnsleikfimi karla

17:00-18:00 Opin sundæfing hjá Sundgörpum.

20:45–22:15 Blak (Hvannir) konur, staðsetning: Kleppjárnsreykir.

20:00 Fyrirlestur í sal Grunnskólanns í Borgarnesi:

· Sabína Steinunn Halldórsdóttir M.ed.íþrótta og heilsufræðingur eigandi Færni til framtíðar. Orka náttúrunnar – tíu leiðir að aukinni útiveru með þinni fjölskyldu. Tækifæri og ávinningur!

26. september – Föstudagur

Opin vika í Metabolic. Allir velkomnir á æfingu. Kl 6:00, 12:00 og 17:00.

11:00 – 12:00 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

12:00-13:00 Hádegisþrek – Íris Grönfeldt

13:00 – 15:30 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

14:00:14:45 Vatnsleikfimi konur

19:00 Danspartý í Óðal:

· Aldís Arna Tryggvadótttir leiðir okkur í gegnum létt og skemmtileg dansspor sem allir geta tekið þátt í – ungir sem aldnir. Komdu með fjölskylduna í skemmtilegt danspartý í Óðali þar sem gleðin og tónlistin ræður ríkjum. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna – taktu ömmu, afa eða jafnvel nágrannann með!

27. september- Laugardagur

10:00 Fjölskylduæfing í Metabolic.

28. september – Sunnudagur

11:00 Fjölskylduganga í Árdalsgil: Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur segir frá jarðfræði í gillinu. Allir að taka með nesti og gott skap.

29. september – Mánudagur

Opin vika í Metabolic. Allir velkomnir á æfingu. Kl 6:00, 12:00 og 17:00.

9:45 – 10:30. Frí kynningarvika í Janus – efri hæð íþróttamiðstöð

11:00 – 17:00 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

17:00 Spinning: Dagný Pétursdóttir

30. september – Þriðjudagur

Opin vika í Metabolic. Allir velkomnir á æfingu. Kl 6:00, 12:00 og 17:00.

10:00 Hresssandi og nærandi gönguferð með Mummu Lóu um Borgarnes – lagt af stað frá íþróttamiðstöðinni.

11:00 – 12:00 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

12:00-13:00 Hádegisþrek – Íris Grönfeldt

13:00 – 15:30 Þreksalur: – Íris Grönfeldt

15:30 – 16:15 Vatnsleikfimi konur

16:15 – 17:00 Vatnsleikifimi allir

17:00 -17:45 Vatnsleikfimi karla

Starfamessa 2025

nextjs

Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum.
Viðburðirnir fara fram:
26. september í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi
30. september í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði
3. október í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi

Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína og krækja sér í „framtíðar“ starfsfólk.

Markmið Starfamessu:
✏️ Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi
✏️ Að kynna fjölbreytt atvinnutækifæri á Vesturlandi.
✏️ Að skapa beint samtal milli nemenda og atvinnulífsins.
✏️ Að auka meðvitund um hvaða menntun og færni skiptir máli í framtíðarstörfum.
✏️ Að virkja nemendur í gegnum ratleik og aðrar gagnvirkar aðferðir.

Markmið messunnar er að gefa gestum innsýn í fjölbreytt störf og starfsleiðir sem finna má innan fyrirtækja og stofnana á svæðinu – með það að leiðarljósi að kveikja áhuga og varpa ljósi á möguleika framtíðarinnar.
Nemendur úr 9. og 10. bekk í grunnskólum á Vesturlandi og nemendur í framhaldsskólum heimsækja starfamessurnar að morgni og svo er opið fyrir almenning á öllum starfamessum milli klukkan 12 og 14.

Uppskeruhátíð Sumarlesturs

nextjs

Öll börn og fjölskyldur þeirra eru velkomin á uppskeruhátíð sumarlestursins í Safnahúsi Borgarfjarðar, laugardaginn 30. ágúst kl. 13:00.

Vinningar verða dregnir úr lestrarsprettinum og drekinn Paff og prinsessan Sónatína mæta með tónlistarævintýri.
Léttar veitingar og glaðningur fyrir hressa krakka.

Sjáumst vonandi sem flest!

Bergmál/Ekko

nextjs

MYNDLISTARSÝNING – ART EXHIBITION

Guðsþjónusta í Borgarneskirkju

nextjs

Hvítasunnudagur. Guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl 11:00.
Séra Anna Eiríksdóttir leiðir stundina. Kirkjukór Borgarneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Jónínu Ernu.