Unglingalandsmót UMFÍ

Mótið fer fram í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 2024. Öll ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag. Opnað verður fyrir skráningu á mótið 1. júlí.

Brákarhátíðarball 2024

Laugardaginn 29. júní ætlar Knattspyrnudeild Skallagríms í samstarfi við Hinsegin Vesturland & Hollvinasamtök Borgarness að halda Brákarhátíðarball í Hjálmakletti. Þar munu koma fram Friðrik Ómar, Selma Björns & DJ Karítas. Miðaverð er 5.000 kr. Miðasala fer fram í Brúartorgi (24.6 – 28.6) og við hurð (29.06) Hægt er að kaupa miða í Brúartorgi frá mánudeginum 24. júní. Takmarkaður miðafjöldi þannig …

Brákarhátíð og Hinseginhátíð Vesturlands

nextjs

Dagskráin fyrir Hinseginhátíð Vesturlands og Brákarhátíð er heldur betur glæsileg! 🥳
Það verður nóg um að vera í Borgarnesi helgina 27.-30. júní og við getum ekki beðið eftir því að sjá ykkur öll ❤️🏳️‍🌈🏳️‍⚧️🩷

MYNDAMORGUNN Á HÉRAÐSSKJALASAFNI BORGARFJARÐAR

Föstudaginn 10. maí 2024, milli kl. 10.00-12.00 verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Friðlýsing Borgarneskirkju

Borgarneskirkja, kl. 14:00 Ávarp ráðherra Ávarp frá Séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, fyrrv. sóknarpresti. Erindi frá Pétri H. Ármannssyni og Birni Jóni Björnssyni um Halldór H. Jónsson, arkitekt kirkjunnar, og kirkjubygginguna. Undirritun ráðherra við hátíðlegt tækifæri í kirkjunni (eða fyrir utan hana ef veður leyfir). Gengið/ekið til Safnahúss að athöfn lokinni Safnahúsið Léttar kaffiveitingar í sal Safnahússins (Bjarnarbraut 4-6) að lokinni athöfn …