Test

Páskafjör í Safnahúsinu miðvikudaginn 27. mars n.k.

petra

Miðvikudaginn fyrir páska, milli kl. 15:00 – 17:00, verðum við í Safnahúsinu með föndurhorn fyrir fjölskylduna þar sem hægt verður að perla og föndra allskonar fallegt og skemmtilegt. Páskaeggjaleit verður síðan kl. 16.00 fyrir yngstu gestina. Leikreglur kynntar fyrir gestum rétt áður en leitin hefst. Verið velkomin! Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnes

248. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

admin

248. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 11. janúar 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 248 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð – Kynningarfundur

thora

Fimmtudaginn 4. janúar, kl. 17:00 að Borgarbraut 65A, 6. hæð, verður haldinn annar kynningarfundur á verkefninu Fjölþætt heilsuefling fyrir 60+ Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla hreyfifærni, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.

Jólatónleikar ljómlistarfélags Borgarfjarðar

marianeves

Hinir árlegu jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í 7. sinn sunnudaginn 10. desember nk. Tvennir tónleikar verða í boði; síðdegistónleikar og kvöldtónleikar. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og hinir síðari kl. 20:00. Hljómsveit leikur og syngur ásamt góðum gestum. Aðalgestur er enginn annar en Daníel Ágúst. Daníel Ágúst þekkja flestir en hann er meðal annars meðlimur hljómsveitanna Nýdönsk og GusGus …