Nú er hrekkjavakan á næsta leiti – og víst að þessi hátíð vekur upp hjá okkur allskonar tilfinningar!
Í krakkakirkjunni ætlum við að tala um óttann!
Minna okkur á að það er ekkert að óttast – þó tilfinningarnar okkar séu allskonar og stundum alveg í flækju!
Við ætlum að tala um hvað við óttumst
Hvað við getum gert þegar við erum hrædd
Við ætlum að syngja, dansa, lesa sögur og spjalla – um óttann og allar hinar tilfinningarnar! Við ætlum líka að fá okkur eitthvað að maula og njóta samverunnar
Börn á öllum aldri eru velkomin með fullorðna fólkinu sínu!
Velkomið að koma í búning!
Velkomið að koma með bangsa sem við getum knúsað ef við verðum hrædd 😃
Við hlökkum til að sjá ykkur í krakkakirkjunni!
Sunnudaginn 2. nóvember kl 16:00!
