Laugardaginn 29. nóvember verður dásamlegur jólamarkaður í hlöðu Halldórsfjóss (Landbúnaðarsafns Íslands) á Hvanneyri frá klukkan 13:00 – 17:00.
Þar verður hægt að gera góð kaup á ýmsu gotteríi fyrir hátíðirnar beint frá býli sem og á fallegu handverki og listaverkum frá hagleiksfólki. Eins verður hægt að versla jólatré á staðnum og hver veit nema jólasveinn kíki í heimsókn 🙂 Kvenfélagið 19. júní verður svo með litla kaffisölu þar sem gestir munu geta keypt sér eitthvað hlýtt að drekka og með’í.
Við lok dagskrár verður svo kveikt á jólatrénu við Hvanneyrarkirkju.
Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin til okkar á Hvanneyri þennan dag í huggulega og notalega jólastemningu
