Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00 þar sem kynnt verður fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 og framkvæmdaáætlun næstu fjögurra ára.
Farið verður verður yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og kynntar áherslur næsta árs.
Fundurinn fer fram í Hjálmakletti en jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.