Laugardaginn 26. október n.k., milli kl. 12:00 – 14:00 gefst gestum Safnahúss Borgarfjarðar tækifæri til að koma og segja frá kynnum sínum af huldufólki. Olgeir Helgi Ragnarsson verður á staðnum og spjallar við fólk um þessi málefni og skráir niður þær frásagnir sem fólk vill að varðveitist.
Þetta er hluti af verkefni Heiðar H. Hjartardóttur, “Álfa minni”, sem gengur út á það að safna frásögnum af álfum og huldufólki og kortleggja staðsetningu þeirra.
Við hvetjum alla áhugasama til að koma við og taka þátt í þessu verkefni, einnig má koma með uppskrifaðar frásagnir til að afhenda til varðveislu.
Verið ávallt velkomin – alltaf heitt á könnunni!
Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnabraut 4-6, Borgarnesi