Mánudaginn 6. maí kemur í Safnahúsið Sædís Guðlaugdóttir garðyrkjufræðing til að spjalla aðeins um vorverkin í garðinum og ræktun. Hvað þarf að hafa í huga þegar lagt er af stað í vorverkin og tiltekt í beðum, hvenær má byrja að planta út og hvernig er best að hlúa að ræktun svo allt takist sem best til. Þetta og fleira í Garðyrkjuspjallinu.
Kaffi á könnunni og úrval bóka um gróður og ræktun á bókasafninu.
Á sama tíma byrjar fræ og plöntuskipta vikan okkar. Þar sem gestir Safnahúss geta komi með fræ og plöntur fyrir aðra og fundið vonandi eitthvað nýtt og spennandi til að prófa að rækta.
Allir velkomnir