Fræðsluerindi fyrir alla fjölskylduna um almyrkva á sólu sem sérst frá Íslandi á næsta ári. Magnaðir mánudagar. Það er nóg um að vera hjá okkur í Safnahúsinu og hvað er betra en að byrja desembermánuð á fræðslu um Sólmyrkva. Sævar Helgi Bragason kemur til okkar með skemmtilegt fræðsluerindi fyrir alla fjölskylduna um Almyrkva á Sólu 2026. Það er ekki á hverjum degi sem slíkt sést frá Íslandi og er um stórviðburð að ræða. Fáið að vita allt um almyrkvann og meira á mánudaginn 1. desember hér í Safnahúsinu.
