Jólaljósin verða tendruð í Skallagrímsgarði sunnudaginn 1. desember kl. 16:00 við hátíðlega athöfn. Lifandi tónlist mun hljóma, aðventumarkaðurinn verður opinn, og jólasveinar mæta í garðinn til að tendra jólatréð.
- Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju
- Börn úr forskóladeild og hljóðfæraforskóla Tónlistarskólans flytja jólalög
- Hanna Ágústa Olgeirsdóttir listamanneskja Borgarbyggðar 2024
- Anna Vasylchenko syngur jólalög á Úkraínsku
- Stórsöngkonan Stefanía Svavarsdóttir mætir á svæðið
- Aðventumarkaður
- Jólasveinar mæta á svæðið og kveikja á jólatrénu
- Kakó og smákökur í boði foreldrafélaga Grunnskóla Borgarbyggðar
Hlökkum til að sjá ykkur