Stækkun á íbúðarsvæði Í12. Færsla á Hringvegi um Borgarnes – aðalskipulagsbreyting

thora

Í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. nóvember 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir stækkun á íbúðarsvæði Í12 og færslu á Hringvegi um Borgarnes.

Tilgangur breytingar er að stækka núverandi íbúðasvæði (Í12) þar sem hægt verði að koma fyrir allt að 75 íbúðum til viðbótar við núverandi svæði. Um leið er gerð breyting á Hringvegi sem liggur utanvert við Borgarnes til þess að skapa meira rými fyrir stækkun á íbúðarsvæðinu og færa veginn fjær byggðinni til þess að tryggja góð loftgæði og hljóðvist við íbúðarbyggðina. Breytingin felur í sér færslu á um 1,5 km kafla en að öðru leyti er haldið í leiðarval sem liggur í gildandi aðalskipulagi. Í gildandi aðalskipulag er gert ráð fyrir að vegurinn um Borgarnes liggi nánast þvert í gegnum fyrirhugaða íbúabyggð.

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) frá 27. desember 2023 til og með 14. febrúar 2024 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Auglýsing mun birtast í Bændablaðinu 11. janúar 2024.  Athugasemdum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 27. desember 2023.