Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.
Krumshólapartur 1 og 2 (L213625 og L213624)
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12.06.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Krumshólaparts 2 í Borgarbyggð. Breyting var gerð síðar á deiliskipulaginu eftir ábendingu skipulags- og byggingarnefndar þar sem bætt er við 2ha landi, Krumshólapartur 1.
Forsendur skipulagsins eru að kortleggja hvaða heimildir liggja fyrir í aðalskipulagi um orkunýtingu á sjálfbæran máta á landbúnaðarlandi þar sem fyrirhuguð er minni háttar raforkuframleiðsla, uppbygging á vindrafstöð sólarsellum og aðstöðuhúsum, ásamt öðru frumkvöðla starfi í tengslum við sjálfbærni. Samhliða uppbyggingu á íbúðarhúsum, útleiguhúsum fyrir ferðamenn, gróðurhúsum og ræktun nytjajurta. Markmiðið er að skapa skýrann ramma um þessa uppbyggingu og tryggja að hún falli sem best að landinu og verndi vistgerðir, sérstaklega óraskað votlendi. Í þessu deiliskipulagi er ráðgert að skipta Krumshólaparti 2 upp í tvær lóðir, sem eru þá 8,87 ha og 1,22 ha. Aðkoma að svæðinu er frá Ferjubakkavegi. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skipulagstillaga er aðgengileg í skipulagsgátt
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is mál nr. 492/2025) frá 17.09.2025 til og með 31.10.2025 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 17. september, 2025.