Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12.06.2025 eftirfarandi tillögu samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
· Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Hraunsás III í Borgarbyggð.
Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022
Breytingin tekur til landnotkunar á 19 ha svæði í landi Hraunsáss III þar sem svæðið er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði úr landbúnaðarsvæði.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 var auglýst frá 06.03.2025-19.04.2025.
Athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum og var þeim svarað. Svör við athugasemdum verða aðgengileg í skipulagsgátt.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.
Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 27. júní, 2025.