Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð
Hótellóð, golfvöllurinn við Borgarnes
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. nóvember 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótellóð, golfvöllurinn í Borgarnesi frá árinu 2005.
Tillagan tekur til 5 ha svæðis sem er skilgreint með blandaða landnotkun (BL3), opins svæðis til sérstakra nota (O16) og verslunar og þjónustu í núgildandi aðalskipulagi. Deiliskipulagið tekur til núverandi bygginga á svæðinu, 8 nýrra par-/frístundahúsa með alls 16 gistirýmum og pottasvæðis ásamt aðstöðu. Skipulagssvæðið er stækkað til suðurs. Gerð er breyting á aðalskipulagi samhliða.
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) frá 14. desember 2023 til og með 25. janúar 2024 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 8. desember, 2023.