Galtarholt 2 frístundarbyggð

thora

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 43. gr. sömu lagar er hér með auglýst tillaga að breyting á deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 2. desember 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Frístundarbyggð Galtarholts 2 í Borgarbyggð.

Breytingin tekur til fjölgun frístundahúsa og þéttingu byggðar á hluta frístundasvæðis, eða á um 60 ha af 276,5 ha. Aðkoma er um Laxholtsveg (5307) sem tengist við þjóðveginn. Lóðunum Stapaás 2, 4 og 6 er breytt úr íbúðarlóðum í frístundalóðir og fjórar nýjar íbúðalóðir verða skilgreindar við nýjan veg sem mun heita Fitjaás. Íbúðalóðum er fjölgað um eina, frístundalóðum er samtals fjölgað um tíu. Gert er ráð fyrir geymsluhúsnæði á efnistökusvæði, golfbílavegum o.fl. Hesthúsalóð er tekin út ásamt einu leiksvæði. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.

Ofangreind skipulagsáætlun er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 18. janúar til og með 9. mars 2023. Ef óskað er nánari kynningu á áætluninni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við áætlunina og er frestur til að skila inn athugasemdum til 9. mars 2023. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 18. janúar 2023.