Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. júní 2023 að auglýsa lýsingu að breytingu á aðalskipulagi í frístundabyggð í landi Signýjarstaða.
Fyrirhugað er að breyta landnotkun á afmörkuðu svæði í landi Signýjarstaða úr frístundabyggð (F108) í verslun og þjónustu (S8). Frístundabyggðin er 48,4 ha en af því færu 5 ha yfir í verslun- og þjónustu og væru þá 43,4 ha eftir breytinguna. Um er að ræða breytingu á landnotkun fyrir lóðirnar Hrísmóar 2, 4 og 5 og Ystu-Móar 1, 2, 3 og 4 í frístundabyggð Signýjarstaða. Aðkoma að svæðinu er frá Hálsasveitarvegi (518) og inn á veg Hrísmóa.
Ofangreind skipulagslýsing er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 22. júní til og með 17. júlí 2023. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna og er frestur til að skila inn ábendingum til 17. júlí 2023. Ábendingum skal skila inn í Skipulagsgátt eða skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.
Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 28. júní 2023.