Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

viktor1

Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. október 2025 eftirfarandi tillögu samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

· Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.

Aðalskipulag er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu. Það nær til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Skipulagsmörk miða við sveitarfélagsmörk á landi og 115 metra utan við stórstraumsfjöruborð á sjó í samræmi við skilgreiningu staðarmarka sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum og jarðlögum. Samkvæmt skipulagsreglugerð er aðalskipulagi ætlað að stuðla að markvissri þróun þar sem tekið er tillit til heildarhagsmuna, miðla málum milli ólíkra hagsmuna íbúa og stuðla að öryggi almennings og lífsgæðum.

Opin hús um vinnslutillögu voru haldin haustið 2024 sem var í kynningu til 14. nóvember 2024. Tillagan var síðan auglýst með athugasemdarfresti til 28. ágúst 2025 og bárust 48 athugasemdir og umsagnir. Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar. Athugasemdir gáfu tilefni til breytinga á tillögunni en breytingarnar má nálgast undir málsnúmerinu 242/2023 í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, en þar má finna viðbragðaskjal við umsögnum og athugasemdum. Óverulegar breytingar voru gerðar á tillögunni eftir umræður á fundi skipulags- og byggingarnefndar eftir að kynningartíma lauk og má einnig finna þær í viðbragðaskjali. Auk þess má finna þær breytingar í kafla 10.3 í forsendu- og umhverfisskýrslu sem einnig er aðgengileg undir máli í skipulagsgátt.

Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar verður send til Skipulagsstofnunar sem sér um lokaafgreiðslu. Við gildistöku þess fellur eldra aðalskipulag úr gildi.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 27. október, 2025.