Brúartorg, Borgarbraut 56-60 – Breyting á deiliskipulagi

thora

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð

Borgarbraut 56-60 í Borgarnesi

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. apríl 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Brúartorg frá árinu 2000 m.s.br. sem á við um Borgarbraut 56-60.

Deiliskipulagsbreytingin tekur til stækkunar lóðar nr. 56-60 að miðri veglínu innkeyrslu, suðvestan við lóðina (í átt að menntaskólanum). Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is mál nr. 560/2024) frá 24. maí til og með 7. júlí 2024 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 27. maí, 2024.