Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst skipulagslýsing á breytingu aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir íþróttasvæði og stofnanasvæði í Borgarnesi.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. janúar 2024 að auglýsa lýsingu á breytingu aðalskipulags þar sem fyrirhugað er að breyta afmörkun reits O1, íþróttasvæði, íbúðasvæði Í4 og skólasvæði Þ3 verður einnig breytt.
Afmörkun íþróttasvæðis (O1) er breytt og stækkað bæði til suðurs og austurs. Til samræmis minnkar íbúðarsvæðið (Í4) og skólasvæðið (Þ3)
Í framhaldi aðalskipulagsbreytingarinnar verður unnið nýtt deiliskipulag af íþróttasvæðinu og breyting gerð á deiliskipulagi skólasvæðis Þ3. Markmið breytingar er að skilgreina nánar fyrirhugaða uppbyggingu á núverandi íþróttasvæði í Borgarnesi.
Ofangreind skipulagslýsing er kynnt í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) og aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar undir skipulagsauglýsingar. Lýsingin er í kynningu frá 25. janúar til og með 12. febrúar 2024.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna á kynningartíma í gegnum skipulagsgáttina. Ef óskað er nánari kynningu á málum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 25. janúar, 2024.