Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð.
Baula – Þjónustumiðstöð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13.11.25 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Baulu – þjónustumiðstöð í Borgarbyggð.
Tillagan tekur til lóðarinnar sem er 20.000m² með aðkomu út frá Vesturlandsvegi og Borgarfjarðarbraut. Sunnarlega á lóðinni er 406m² þjónustubygging á einni hæð en heimilt er að stækka hana þannig að byggingarmagn er að hámarki 2000m² á tveimur hæðum auk kjallara. Innan deiliskipulagsins er heimilt að reka eldsneytis- og þjónustustöð með veitingasölu. Auk þjónustubyggingar er gert ráð fyrir eldsneytisdælum og hraðhleðslustöðvum fyrir bæði fólksbíla og stærri ökutæki ásamt tilheyrandi mannvirkjum, s.s. eldsneytistönkum, sand- og olíuskilju, töfluhúsum og spennistöð. Gerð er sér lóð fyrir spennistöð RARIK. Á svæðinu eru einnig bílastæði, þvottaplan og leiksvæði. Hleðslustöðvar eru innan veghelgunarsvæðis og eru því víkjandi ef Vegagerðin fer fram á að þær verði fjarlægðar. Öll mannvirki skulu vera innan byggingarreita. Eldsneytisdælur, tankar og hraðhleðslustöðvar ásamt bílastæðum geta verið utan byggingarreita. Setja þarf upp vegrið við hleðslustöðvar þar sem þær eru innan 30m veghelgunar Vesturlandsvegar.
Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Skipulagstillagan er aðgengileg hér í skipulagsgátt.
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is mál nr. 498/2025) frá 26.11.2025 til og með 12.01.2026 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagssviði.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 26. nóvember, 2025.
