Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars og um endurnýjun lagna og gangstétta í Kveldúlfsgötu
Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 19. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00.
Á fundinum verður m.a. rætt um breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars og endurnýjun lagna og gangstétta í Kveldúlfsgötu.
Í lok fundar verða umræður og fyrirspurnir og kaffi á könnunni.
Guðrún S. Hilmisdóttir
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Borgarbyggðar