Íbúafundir í júní

júní 4, 2019
Featured image for “Íbúafundir í júní”

Í gærkvöldi var fyrsti íbúafundurinn af þremur um málefni Borgarbyggðar haldinn í Hjálmakletti. Næstu fundir eru í Logalandi í kvöld 4. júní og sá síðasti í Lindartungu á morgun, 5. Júní. Þeir fundir hefjast kl. 20.00


 


Fundinn í Hjálmakletti sóttu um 50 manns þegar flest var. Þar sem fundinum var streymt á facebook voru allt  að 100 manns að fylgjast með. Boðið var upp á að senda inn spurningar í gegn um forritið slido (slido.com – lykilorð 9182). Eftir framsögur sveitarstjórnarmanna og sviðsstjóra sköpuðust líflegar umræður þar sem fundarmenn, bæði í salnum og utan hans, báru fram spurningar sem sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóri brugðust við.


 


Fundir sem þessir eru góður vettvangur bæði til að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi og stöðu sveitarfélagsins og einnig fyrir íbúana að koma sínum skoðunum og áherslum á framfæri við kjörna fulltrúa og hlutaðeigandi starfsmenn.


Share: