Nýr frisbígolfvöllur á Hvanneyri

janúar 11, 2021
Featured image for “Nýr frisbígolfvöllur á Hvanneyri”
Fyrir nokkru var settur upp 9 brauta frisbígolfvöllur á Hvanneyri. Völlurinn er um það bil 2 km og er fjölbreyttur völlur með einum teig á hverri braut.

 

Fyrsti teigur er við kirkjuna og þar má finna kort af vellinum ásamt leiðbeiningum um leikinn. Leikreglur eru mjög einfaldar.  Talin eru köstin sem tekur að koma disknum í körfuna og takmarkið er að fara allar brautir í sem fæstum köstum.  Fyrsta kast er tekið af merktum teig og er það næsta tekið þar sem diskurinn liggur og þarf sá fótur sem er nær körfu að vera þar sem diskurinn lá.

 

 

Frisbígolf er frábær útivera og tilvalin fjölskylduskemmtun, það eina sem þarf að gera er að mæta með frisbídiska og hefja leikinn. 


Share: