Flestir fullorðnir hamingjusamir á Vesturlandi

júní 7, 2019
Featured image for “Flestir fullorðnir hamingjusamir á Vesturlandi”

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Þeir eru settir fram til þess að veita yfirsýn og auðvelda heilbrigðisþjónustu og sveitarfélögum að greina stöðuna í eigin umdæmi þannig að vinna megi með markvissum hætti að því að bæta heilsu og líðan íbúanna.


 


Við val á lýðheilsuvísum er sjónum einkum beint að þeim áhrifaþáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna. Þá er leitast við að velja þá þætti í sjúkdómabyrði sem mikilvægt er að heilbrigðisþjónusta hvers umdæmis geri sér grein fyrir og bregðist við.


 


Lýðheilsuvísar fyrir árið 2019 sýna að:


 


  • Hlutfallslega flestir fullorðnir eru hamingjusamir
  • Færri framhaldsskólanemar sofa of stutt
  • Fleiri fullorðnir nota virkan ferðamáta
  • Færri börn nota virkan ferðamáta í skóla
  • Orkudrykkjaneysla framhaldsskólanema mest
  • Heilsugæsluheimsóknir yfir landsmeðaltali


 


Nánari upplýsingar um lýðheilsuvísa fyrir Vesturland 2019 má finna á heimasíðu Landlæknis,


 


https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item37390/Lydheilsuvisar_2019_VESTURLAND.pdf


Share: