5. fundur stýrihóps

maí 29, 2017

Íbúum skipt í 5 manna hópa. Einn borðstjóri valinn og einn ritari.

Meginviðmið borðstjóra

Í upphafi fundar:

Gengur úr skugga um að fundarefnið sé til staðar sem er:
-Umræðupunktar/spurningar

-Gulir miðar

-stórt blað á borðinu

-pennar

Samræður við borðið

Forðastu gagnrýni á hugmyndir – allar hugmyndir eru mikilvægar í ferlinu.

Markmiðið er að kalla fram margar og fjölbreytilegar hugmyndir.

Það má endurskrifa miða og laga til, jafnvel brjóta upp miða sem fjalla um ólíka þætti á sama miða.

Tryggðu að þátttakendur skrifi aðeins EINA hugmynd eða útfærslu á hvern miða.

Passaðu uppá að kynningar frá hverjum og einum séu stuttar. Allir við borðið hafa jafnt vægi þegar umræður fara hringinn. 

Leyfðu fyrirspurnir ef einhver við borðið skilur ekki inntak viðkomandi hugmyndar, en forðastu alla aðra umræðu en þá sem er til útskýringar.

Hlutverk ritara

Ritari ritar niður helstu hugmyndir í hverjum þætti í forgangsröðun sem fram koma á gulu miðunum í tölvu.

Fundurinn

Ávarp sveitarstjóra/formanns stýrihóps  – 5 mín

Magnús Scheving – hvatningarræða – 20 mín

Héðinn Svarfdal Björnsson kynnir þættina fjóra og skrifað er undir saminng  – 20 mín

Íbúafundur hefst. – umræða tekur um 40 mínútur – 10 mín hver þáttur og helstu atriði kynnt í lokin.

Líðan

  • Hvað gengur vel?
  • Hvað má bæta?
  • Annað sem þið viljið að komi fram?

Næring

  • Hvað gengur vel?
  • Hvað má bæta?
  • Annað sem þið viljið að komi fram?

Hreyfing

  • Hvað gengur vel?
  • Hvað má bæta?
  • Annað sem þið viljið að komi fram?

Lífsgæði

  • Hvað gengur vel?
  • Hvað má bæta?
  • Annað sem þið viljið að komi fram?

  • Borðstjóri útdeilir gulum miðum og gefur þátttakendum 6 mínútur til að hugsa og skrifa niður það sem vel gengur og hvað má bæta.
  • Hver þátttakandi, einn í senn, velur síðan einn miða sinna, les upp, útskýrir og leggur mitt á borðið.
  • Þátttakendum gefst tækifæri til að gera stuttlega grein fyrir meiningu og innihaldi miða sinna.
  • Haldið áfram að leggja fram miða þar til fundarstjóri tilkynnir að tíminn sé að verða búinn.
  • Forgangsraðið því sem fram hefur komið og flokkið

Share: