3. fundur stýrihóps

september 21, 2017

Mætt: Gunnlaugur A. Júlíusson, Geirlaug Jóhannsdóttir, Guðrún S. Hilmisdóttir, Lilja S. Ólafsdóttir,  Pálmi Blængsson, Theodór Þórðarson, Guðrún María Harðardóttir og Kristín Gísladóttir. Freyja Þöll Smáradóttir boðaði forföll. Fundargerð ritaði Anna Magnea Hreinsdóttir.

Dagskrá:

  1. Áfangaskýrsla verkefnisins – Drög að áfangaskýrslu verkefnisins lögð fram. Þau sveitarfélög sem taka þátt í heilsueflandi samfélagi skila inn árlegri skýrslu til Embætti landlæknis um framgang verkefnisins. Hópurinn ræddi innihald skýrslunnar sem send verður til Embætti landlæknis með þeim viðbótum sem lagðar voru til. Gefur skýrslan góða mynd af því starfi sem fram hefur farið frá því að byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 3. nóvember 2016 að sækja um aðild að verkefninu. Skýrslan verður gerð aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar.

    1. Framkvæmdaáætlun 2017-2018. Farið var yfir drög að framkvæmdaáætlun sem sett er fram í áfangaskýrslu verkefnisins. Nokkrum verkefnum var bætt við og ákveðið að forgangsraða verkefnum og gera jafnvel áætlun til lengri tíma en eins árs. Framkvæmdaáætlunin kemur að góðu gagni við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
    2. Fjárhagsáætlun 2018. Rætt um helstu verkefni næsta árs. Þau falla flest vel að þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á fjölskyldusviði og umhverfis- og skipulagssviði. Rætt um mikilvægi fræðslu og hvatningu, heilsufarsmælinga og gönguhópa. Einnig um íþróttatæki, göngu- og hjólastíga. Ákveðið að forgangsraða verkefnum og áætla nánar fjárþörf næsta árs á næsta fundi stýrihópsins. 
    3. Hugmyndir að hvatningu til heilsueflandi stefnumótun. Gestur fundarins var Sigurður Guðmundsson íþróttafræðingur. Hann kynnti hugmyndir að heilsueflandi verkefnum og hvatningu fyrir íbúa Borgarbyggðar. Hann ræddu um að auka holla valið á sem flestum stöðum og mikilvægi þess að hafa skýra framkvæmdaáætlun. Einnig þau tækifæri sem felast í því að markaðssetja Borgarbyggð sem heilsueflandi samfélag. Hann velti upp ýmsum hugmyndum að verkefnum, verðlaunum og annarri hvatningu sem hægt er að vinna að í Borgarbyggð.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl.17.00

AMH


Share: