Byggðarráð Borgarbyggðar

petra

664. fundur

21. mars 2024 kl. 08:15 – 11:15

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson – formaður
Guðveig Eyglóardóttir – varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir – áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson – aðalmaður
Bjarney Bjarnadóttir – aðalmaður

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson – sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir – Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson – sveitarstjóri

Dagskrá

1. Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild – framkvæmdir á skólahúsnæði
2104092

Framlögð skýrsla vegna opnunar tilboða í endurbætur á Grunnskóla Borgarfjarðar – Kleppjárnsreykjadeild, tilkynning um val á tilboði og mat á áhrifum framkvæmdarinnar á fjárhag sveitarfélagsins í samræmi við 66. gr sveitarstjórnarlaga. Lægsta tilboð átti Sjammi ehf. að fjárhæð 1.061.214.833 kr. og frávikstilboð að fjárhæð 1.043.867.834 en tilboðin hljóða upp á um 19% af áætluðum skatttekjum Borgarbyggðar á yfirstandandi ári.

Í fjárfestingaráætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2024-2027 eru þrjár fjárfestingar sem eru að fjárhæð hærri en 20% af skatttekjum hvers árs. Lagt fram mat Ólafs Sveinssonar hagverkfræðings á áhrifum fjárfestinganna á fjárhag sveitarfélagsins með áherslu á endurbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar – Kleppjárnsreykjadeildar. Fram kemur það mat að m.v. þær forsendur sem fyrir liggja á sveitarfélagið að ráða við fjárfestinguna.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda að undangengnum biðtíma og háð staðfestingu á hæfi bjóðanda í samræmi við kröfur útboðs.

Samþykkt samhljóða.


2. Varmalandsdeild – framtíðarsýn
2401305

Afgreiðsla frá 231. fundi fræðslunefndar, dags. 7. mars 2024:

„Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað um málið. Lagðar eru fram umsagnir foreldra, starfsfólks og stjórnenda um tillöguna að 1.-4.bekkur verði á Varmalandi næsta haust og 5.-10.bekkur fari í aðra skóla. Einnig er umsögn frá skólaráði Grunnskóla Borgarfjarðar um málið og samantekt frá foreldrafundi á Varmalandi. Öllum sem komu með umsögn um málið er þakkað fyrir. Almennt kemur fram í umsögnunum að ekki er sátt um að Varmalandsdeild verði bara fyrir nemendur í 1.-4.bekk. En lesa má af umsögnum að skilningur sé á því að 8.-10.bekkur fari í aðra skóla. Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs leggur einnig fram kostnaðarmat fyrir tillöguna. Fræðslunefnd skynjar áhyggjur foreldra og starfsfólks af þeim breytingum er lúta að því að miðstig fari frá Varmalandi samhliða elsta stiginu. Fræðslunefnd hefur að sama skapi miklar áhyggjur af því að í 5.-7. bekk á næsta skólaári er gert ráð fyrir fjórum nemendum með íslensku sem móðurmál. Fræðslunefnd hefur því áhyggjur af því að ekki sé hægt að uppfylla kröfur sem gerðar eru í skólastarfi samkvæmt Aðalnámskrá. Fræðslunefnd leggur því til að byrjaði verði að vinna að því að 8.- 10.bekkur fari í aðra skóla frá og með næsta vetri en tekinn verði fundur með foreldrum á Varmalandi um miðstigið áður en endanleg ákvörðun er tekin. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að svara spurningum sem hafa komið fram í erindum. Málinu er vísað áfram til umræðu í Byggðarráði. Samþykkt samhljóða.“

Framlögð bókun meirihluta byggðarráðs:

„Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að kennslu í 5. ? 10. bekk verði hætt í Grunnskóla Borgarfjarðar ? Varmalandsdeild frá og með hausti 2024. Byggðarráð telur að með því að bjóða börnum bæði af miðstigi og elsta stigi  GBF á Varmalandi upp á nám í fjölmennari skólum eða deildum í sveitarfélaginu megi betur mæta þeim kröfum sem gerðar eru í skólastarfi samkvæmt aðalnámsskrá. Byggðarráð tekur að því leyti undir sjónarmið sem fram koma í afgreiðslu fræðslunefndar.
Frá því halla fór undan fæti með staðnám við Háskólann á Bifröst hefur nemendum fækkað nær samfellt við Varmalandsdeild og fjölgun við deildina síðustu tvö ár er eingöngu vegna verkefnis um móttöku flóttamanna.

Framtíð skólastarfs við Varmalandsdeild hefur stöðugt verið til umræðu síðustu ár. Það hefur leitt til langvarandi óvissu fyrir börn, foreldra og starfsfólk. Kallað hefur verið eftir framtíðarsýn sveitarfélagsins um skólahald á Varmalandi og að óvissunni verði eytt. Með þessari ákvörðun telur byggðarráð að því ákalli sé mætt.
Kostnaðarmat gefur til kynna að fjárhagsleg áhrif af því að leggja niður bekkjardeildir á miðstigi og elsta stigi á Varmalandi verði jákvæð um 60 ? 70 m.kr. fyrir rekstur Borgarbyggðar þegar full áhrif breytinganna verða komin fram að tveimur til þremur árum liðnum. Þeim mun fylgja tímabundinn kostnaður og fjárfesting í húsnæði á Varmalandi. Ekki er ráðgert að ráðast í neinar uppsagnir starfsfólks.
Sveitarstjóra er falið að halda áfram að útfæra hugmyndir um breytt fyrirkomulag skólaaksturs m.t.t. fækkunar bekkjardeilda á Varmalandi og samsvarandi fjölgunar í öðrum deildum eða skólum í sveitarfélaginu. Byggðarráð óskar eftir því að þær hugmyndir verði tilbúnar áður en kemur að fullnaðarafgreiðslu málsins á fundi sveitarstjórnar sem dagsettur er 11. apríl 2024.
Í sumar verður unnið að endurbótum á húsnæði GBF á Varmalandi en ráðgert er að leikskólinn Hraunborg flytji starfsemi sína í húsnæðið í haust. Unnið er út frá því að um 20 ? 30 börn verði í leikskólanum Hraunborg að Varmalandi.
Afgreiðslunni er vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.“

Samþykkt með tveimur atkvæðum (GE, DS) gegn einu atkvæði (SG).

Fulltrúar minnihluta í byggðarráði leggja fram eftirfarandi bókun:

„Minnihlutinn harmar þá ákvörðun meirihluta byggðaráðs Borgarbyggðar að taka fram fyrir hendur fræðslunefndar og ákveða flutning miðstigs Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar í aðra skóla. Samkvæmt bókun fræðslunefndar var niðurstaða hennar að flytja 8. – 10. bekk að Kleppjárnsreykjum og að halda fund með foreldrum áður en ákvörðun um flutning á miðstigi yrði tekin. Sá fundur er búinn en fræðslunefnd hefur ekki fundað til að taka ákvörðun í þessu máli. Það er mat minnihlutans að með þessari afgreiðslu sé meirihluti byggðarráðs að taka fram fyrir hendurnar á fræðslunefnd og þessi afgreiðsla verður því að teljast óvönduð stjórnsýsla svo ekki sé dýpra í árina tekið.“


3. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
2401306

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2024. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar kemur til fundarins.

Í tillögunni eru áætlaðar tekjur frá Jöfnunarsjóði hækkaðar um 86 m.kr. í samræmi við áætlun sjóðsins og áætlun um útgjöld vegna breytinga á reglum um frístundastyrk hækkuð um 5 m.kr., hækkun vegna styrks til reksturs golfvallar um 6 m.kr. og styrkur til björgunarsveitar um 450 þús.
Við þessa breytingu er gert ráð fyrir að handbært fé í árslok hækki um 74.550 þús.kr.

Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.


4. Ráðgjöf vegna tryggingaútboðs
2403095

Lagt fram tilboð frá Consello um ráðgjöf og umsjón vegna útboðs á tryggingum Borgarbyggðar

Tilboðið framlagt og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.


5. Afskrift á útistandandi kröfum
2402263

Lögð fram tillaga að endanlegri afskrift á útistandandi kröfum sem ekki er talið hægt að innheimta. Tillagan hefur áður verið lögð fram í velferðarnefnd en kröfurnar tengjast verkefnum sem tilheyra nefndinni. Heildarfjárhæð endanlegrar afskriftar er 4,8 m.kr.

Byggðarráð samþykkir samhljóða endanlega afskrift krafna að fjárhæð 4,8 m.kr. Endanleg afskrift hefur ekki áhrif á rekstrarreikning Borgarbyggðar þar sem afskriftin hefur þegar verið gjaldfærð.

Eiríkur Ólafsson fer af fundi.


6. Áheyrnarfulltrúar í fastanefndum
2310143

Fjallað um kjör áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins sem hafa fullnaðarafgreiðsluvald tiltekinna mála.Lagt er til að áheyrnarfulltrúar sem skipaðir eru skv. 50. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 í fastanefndir sem fara með fullnaðarafgreiðsluvald fái 2% af þingfararkaupi per fund í þóknun fyrir störf sín.

Áheyrnarfulltrúar sem skipaðir eru skv. 50. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 í fastnefndir sem fara með fullnaðarafgreiðsluvald fá 2% af þingfararkaupi per fund í þóknun fyrir störf sín. Ákvörðunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2024.

Samþykkt samhljóða.


7. Borun hitastigulshola í Borgarlandi – Umsókn um framkvæmdaleyfi
2311312

Framlagðar fyrstu niðurstöður hitastigulsborana á vegum Veitna við Borg sem fram fóru í nóvember s.l. Niðurstöður sýna frekar veikt hitastigulsfrávik. Veitur vilja halda rannsóknum áfram og skorða betur stefnu fráviksins. Kynntar tillögur Veitna að nýjum hitastigulsholum.

Niðustöður framlagðar og byggðarráð styður frekari hitastigulsrannsóknir við Borg og í Borgarnesi.

Samþykkt samhljóða.


8. Unglingalandsmót 2024
2310254

Framlagður samstarfssamningur UMFÍ, UMSB og Borgarbyggðar vegna 25. Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina, 1. – 4. ágúst 2024.

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.


9. Siðareglur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
2303070

Framlögð drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Borgarbyggð.

Byggðarráð samþykkir framlögð drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Borgarbyggð og vísar þeim til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.


10. Inntakslón Andakílsárvirkjunar_Bygginga- og framkvæmdaleyfisumsóknarferli
2308258

Framlagðar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2024 í máli nr. 148/2023 vegna kæru á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar frá 1. des 2023 um að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við inntakslón Andakílsárvirkjunar og viðhalds á lóninu. Í úrskurðarorðum er málinu vísað frá nefndinni.

Úrskurður framlagður.


11. Starfsmannamál 2024
2402277

Yfirferð um helstu breytingar sem orðið hafa í starfsmannamálum í ráðhúsi Borgarbyggðar í vetur.

Málið kynnt.


12. Gjaldskrá strætó vegna ferða barna og ungmenna
2401308

Framlagt svar Vegagerðarinnar við erindi Borgarbyggðar þar sem óskað er eftir því að hækkun fargjalds verði endurskoðuð og að boðið verði upp á tímabilskort eða annað afsláttarkort sem hentar betur þörfum ungmenna.

Svar Vegagerðarinnar framlagt. Jafnframt gerð grein fyrir samtali fulltrúa Vegagerðarinnar við fulltrúa Borgarbyggðar, SSV, UMSB, LBHÍ og Menntaskóla Borgarfjarðar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Byggðarráð óskar jafnframt eftir að Ungmennaráð taki almenningssamgöngur í Borgarbyggð til umræðu.

Samþykkt samhljóða.


13. Fyrirspurn frá FSRE um áhuga Borgarbyggðar á lóðum innan Kleppjárnsreykja
2311047

Framlagt verðmat sem unnið var að beiðni FSRE á tveimur lóðum á Kleppjárnsreykjum.

Verðmat framlagt. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að jörðunum Klöpp L164424 og Kvisti L134428 með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.


14. Orku- og fjarskiptaöryggi í Borgarbyggð vegna bilunar 16.feb 2024
2402169

Farið yfir helstu atriði sem fram komu á fundi viðbragðsaðila í Borgarbyggð með RARIK 13. mars 2024.

Byggðarráð lýsir ánægju með samtal sveitarfélagins við viðbragðaðila og Rarik. Sveitarstjóra falið að fylgja eftir því samtali.

Samþykkt samhljóða.


15. Umsókn um lóð – Vallarás 14 B og 14 C.
2403077

Framlögð umsókn frá Garðaþjónustunni Laufskálum sf. (Sigur-garðar) um lóðir við Vallarás 14B og 14C.

Byggðarráð samþykkir að úthluta Garðaþjónustunni Laufskálum sf. (Sigur-garðar) lóðirnar Vallarás 14B og 14C.

Samþykkt samhljóða.


16. Samstarfssamningur um gagnkvæma aðstoð slökkviliða
2403057

Framlögð drög að samstarfssamningi um gagnkvæma aðstoð milli Slökkviliðs Borgarbyggðar og Brunavarna Austur-Húnvetninga.

Byggðarráð samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi Slökkviliðs Borgarbyggðar og Brunavarna Austur-Húnvetninga og leggur til að sveitarstjóri feli slökkviliðsstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.


17. Mælaborð fyrir lýðheilsuvísa
2403168

Kynnt þróun mælaborðs fyrir lýðheilsuvísa sem heilbrigðisupplýsingasvið embættis landlæknis hefur þróað fyrir stærstu sveitarfélög landsins.

Lagt fram til kynningar og vísað til umræðu í velferðarnefnd.

Samþykkt samhljóða.


18. Breyting á fundartíma byggðarráðs
2403248

Framlögð tillaga um að fundur byggðarráðs í dymbilviku 2024 falli niður. Næsti fundur byggðarráðs er á dagskrá fimmtudaginn 4. apríl 2024.

Samþykkt samhljóða.


19. Starfsemi Þróunarfélags Grundartanga – aðalfundur 2024
2403016

Framlagt boð á aðalfund Þróunarfélags Grundartanga sem fram fer 30. apríl 2024. Jafnframt lögð fram til kynningar Grænbók 2.0, kynning á Grundartanga á ensku og kynning á nýtingu glatvarma á Grundartanga.

Framlagt fundarboð og byggðarráð leggur til að Guðveig Eyglóardóttir verði áfram fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn Þróunarfélags Grundartanga. Sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.


20. Umsagnarmál frá Alþingi 2024.
2401025

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 125. mál Hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.

Framlagt.


21. Fundagerðir 2024 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
2403092

Framlögð fundargerð 188. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem fram fór 11. mars 2024.

Fundargerð framlögð.


Fundi slitið – kl. 11:15