Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi.
Styrkveitingar til menningarverkefna í Borgarbyggð
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd samþykkti á fundi sínum 6. maí sl. að veita styrki til menningarverkefna í Borgarbyggð árið 2021.
Ný vefsíða um menningu fyrir börn
Safnahús er eitt menningarhúsanna á nýrri vefsíðu verkefnisins List fyrir alla. Þar er m.a. kynnt sýningin Börn í 100 ár sem er um börn og fyrir börn.
Góð aðsókn á sýningar Safnahússins
Góð aðsókn hefur verið á sýningar Safnahússins síðustu mánuði og er fjöldi gesta á fyrri helmingi þessa árs farin að nálgast tímabilið fyrir Covid.
Ný sýning í Hallsteinssal – Borgarfjarðarblómi
Laugardagurinn 26. júní er fyrsti sýningardagur Viktors Péturs Hannessonar á verkum sem hann vinnur með borgfirskum jurtum.
Sirkussýning á Varmalandi 19. júní – Allra veðra von
Allra veðra von er nýsirkussýning Hringleiks þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið.
Varmalandsdagar 12. og 13. júní – Dagskrá
Staðarhátíðin Varmalandsdagar verður haldin í fyrsta sinn dagana 12. og 13. júní næstkomandi. Að hátíðinni standa Hollvinasamtök Varmalands en þau voru stofnuð síðastliðið haust
Sumarlesturinn að hefjast
Héraðsbókasafnið efnir að venju til lestrarátaks fyrir börn í sumar á tímabilinu 10. júní – 10. ágúst.
Söfn og sýningar í Borgarbyggð
Nú í sumar ætla Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri, Safnahús Borgarfjarðar í Borgarnesi og Snorrastofa í Reykholti að taka höndum saman og auka aðgengi að sýningarstarfi sínu með sameiginlegum aðgangseyri.
Unga fólkið og Þorsteinn frá Hamri
Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa á undanförnum árum unnið saman að því að hvetja ungt fólk til að semja tónlist við borgfirsk ljóð.