Hvað er að frétta?

Ungmennaráð Borgarbyggðar, starfshópur forvarnar, heilsueflandi og barnvæns samfélags standa fyrir ungmennaþingi og stefnumótunarfundi fyrir íbúa sveitarfélagsins til þess að móta hugmyndir um hvernig samfélagi við viljum tilheyra.

Fundurinn verður haldinn 9.nóvember 2022, kl 18:00 í Hjálmakletti.
Skipulag fundarins verður þannig háttað að ungmenni 12 ára og eldri verða í kjallara Hjálmakletts og aðrir íbúar verða í salnum.
Öllum þátttakendum verður skipt upp í umræðuhópa og munu þeir sem standa fyrir viðburðinum nýta niðurstöður hópanna í sinni vinnu í að búa til betri Borgarbyggð

Fundarstjórar eru þau Signý Óskarsdóttir og Guðjón Svansson frá Creatrix
Kaffi og léttar veitingar í boði

Vel heppnaður íbúafundur í síðustu viku

Fyrsti alstafræni íbúafundur sveitarfélagsins var haldinn fimmtudaginn 18. febrúar s.l. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var því miður ekki hægt að bjóða íbúum og gestum að mæta á staðinn, þess í stað gafst áhorfendum tækifæri til þess að taka þátt í umræðunni með því að senda inn spurningar og/eða athugasemdir í gegnum athugasemdakerfið Slido.

Bein útsending frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti

Í dag eru merk tímamót í sögu Borgarbyggðar. Streymt verður frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti og gefst íbúum og öðrum gestum nú tækifæri til þess að fylgjast með sveitarstjórnarfundum í hljóði og mynd í rauntíma.

Íbúafundur 25. júní n.k.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti að Borgarbraut 54 í Borgarnesi fimmtudaginn 25. júní n.k. kl. 20:00.

Íbúafundir í júní

Í gærkvöldi var fyrsti íbúafundurinn af þremur um málefni Borgarbyggðar haldinn í Hjálmakletti. Næstu fundir eru í Logalandi í kvöld 4. júní og sá síðasti í Lindartungu á morgun, 5. Júní. Þeir fundir hefjast kl. 20.00   Fundinn í Hjálmakletti sóttu um 50 manns þegar flest var. Þar sem fundinum var streymt á facebook voru allt  …