Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. október 2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Deiliskipulag Sigmundarstaðir – Mælimastur á Grjóthálsi Deiliskipulagið tekur til áætlunar um að reisa mælimastur til vindrannsókna. Tillaga að deiliskipulagi Sigmundarstaðir. Mælimastur á Grjóthálsi var auglýst frá 20.06.2024 – 18.08.2024. Athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum. Brugðist var við þeim eða þeim send umsögn. Deiliskipulagstillagan hefur verið send …
Opin hús vegna vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. september 2024 að auglýsa vinnslutillögu á endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037. Aðalskipulag er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu. Það nær til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Skipulagsmörk miða við sveitarfélagsmörk á landi og 115 metra utan við stórstraumsfjöruborð á sjó í samræmi við skilgreiningu staðarmarka sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum og jarðlögum. …
Íþróttasvæði Borgarness – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Eftirfarandi skipulagsáætlanir voru samþykktar af sveitarfélaginu annars vegar af sveitarstjórn Borgarbyggðar þann 9. október 2024 tillögu að breytingu aðalskipulags samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hins vegar af skipulags- og byggingarnefnd þann 4. október nýtt deiliskipulag skv. 42. gr. sömu laga. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Íþróttasvæði og stofnanasvæði í Borgarnesi (mál nr. 31/2024 í skipulagsgátt – tengill) Deiliskipulag Íþróttasvæði Borgarbyggðar …
Viðgerð á Þorsteinsgötu og svæði við íþróttamiðstöð
Í næstu viku (20. – 26. júlí) er stefnt að því fara í viðgerð á Þorsteinsgötu og á svæði fyrir framan íþróttamiðstöð. Meðan á viðgerð stendur og skamma stund á eftir verður lokað fyrir bílaumferð um Þorsteinsgötu. Ef svo ber undir gæti þurft að biðja fólk um að færa einhverja bíla sem standa við götuna. Nákvæm tímasetning ræðst m.a. af …
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í „Grunnskólinn í Borgarnesi endurbætur á matshluta 04“
Verkið felur í sér framkvæmd á uppbyggingu á hluta grunnskóla þar sem upp kom mygla. Innviðum hefur þegar verið fargað, mengað efni ss einangrun, gólfefni, milliveggir og loftaefni hefur verið fjarlægt og húsnæðið mygluhreinsað. Verkið skal vinna samkvæmt útboðs og verklýsingu „Grunnskólinn í Borgarnesi endurbætur á matshluta 04“ og verða gögn aðgengileg á útboðsvef Ajour: https://borgarbyggd.ajoursystem.net Verkið skal framkvæma …
Skólasvæði (Þ3), grunnskólinn í Borgarnesi – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti þann 27. júní 2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Deiliskipulagsbreyting – Skólasvæði, Þ3, grunnskólinn í Borgarnesi Deiliskipulagsbreytingin tekur til minnkunar á skipulagssvæði sem nemur lóð Skallagrímsgötu 7a og stigann niður að íþróttasvæðinu. Breytingin er gerð samhliða nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Borgarness og er einnig gerð aðalskipulagsbreyting samhliða. Breytingin telst …
Heggstaðir í Hnappadal, náma í Haffjarðardalsgili – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. maí 2024 eftirfarandi breytingu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Óveruleg breyting á aðalskipulagi – Haffjarðardalsgil náma Breytingin felst í skilgreiningu á eldra efnistökusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Náman er nr. 17242 við Haffjarðardalsgil og fær skilgreininguna E99 í sveitarfélagsuppdrætti og er 1 ha að stærð. Efnistökusvæðið sem nú telst frágengin skv. námuvefjsjá Vegagerðarinnar …
Stækkun íbúðarsvæðis Í12 í Bjargslandi í Borgarnesi – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. mars 2024 eftirfarandi tillögur samkvæmt 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Stækkun á íbúðarsvæði Í12 færsla á hringvegi um Borgarnes. Deiliskipulag Fjóluklettur við Kveldúlfshöfða Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 Breytingin tekur til stækkunar íbúðarsvæðis Í12 í Bjargslandi í Borgarnesi. Um leið er gerð breyting á 1,5 km löngum kafla Hringvegar þar sem …
Framkvæmdir á Sæunnargötu – útboð
Borgarbyggð, Veitur og Rarik auglýsa útboð vegan fyrirhugaðra framkvæmda við Sæunnargötu í Borgarnesi. Um er að ræða gatna- og gangstéttargerð og leggja dreifikerfi fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu. Borgarbyggð Endurnýja skal yfirborð götu, bílastæðið og gangstétta. Helstu magntölur: Uppgröftur 3500 m3 Fylling 500 m3 Styrktarlag 2500 m3 Burðarlag 520 m3 Malbik 2500 m2 Steyptar gangstéttir 820 m2 Veitur ohf. …