Föstudaginn 16. febrúar 2024, milli kl. 10.00-12.00 verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
Nýtt atvinnusvæði við Vallarás – Opið hús
Borgarbyggð stendur fyrir opnu húsi fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18 þar sem fyrirhuguð uppbygging atvinnusvæðis við Vallarás efst í Borgarnesi. Opna húsið fer fram í ráðhúsi Borgarbyggðar á þriðju hæð. Lóðir fyrir atvinnustarfsemi við Vallarás eru nú auglýstar á heimasíðu Borgarbyggðar og gatnaframkvæmdir á fjárhagsáætlun 2024 og er hönnun þeirra hafin. Áður hafði verið áætlað að opna húsið færi fram …
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2024 og skal umsóknum skilað í gegnum heimasíðu Borgarbyggðar eða til fjármálastjóra. Reglur …
Breyttur opnunartími í þjónustuveri
Frá og með 16. febrúar 2024 verður breyting á afgreiðslutíma þjónustuvers Borgarbyggðar á föstudögum. Þá mun verða opið frá kl. 10:00 – 14:00. Alla aðra virka daga er móttaka opin milli kl. 10:00 – 15:00 og hægt er að fá afgreiðslu símleiðis milli kl. 9:30 – 15:00. Áfram er hægt að senda ábendingar í gegnum ábendingagátt allan sólarhringinn, senda tölvupóst …
Perlað af Krafti í Borgarnesi
KRAFTUR, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla með Borgfirðingum þriðjudaginn, 13. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum – komdu og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein. Allir geta komið og perlað með KRAFTI milli kl. 15:00 – 18:00 Kaffi, drykkir og …
Tillögur að frumhönnun Sögutorga opnaðar
Tillögur að frumhönnun á svæðinu frá Skallagrímsgarði að Brákarsundi sýna hvernig þróa mætti gamla bæjarhlutann í Borgarnesi með torgum og almenningsrýmum. Tillögurnar, sem unnar voru af þverfaglegu teymi arkitekta, skipulagsfræðinga, sagnfræðinga og ráðgjafa í umhverfissálfræði á vegum Alternance, voru nýverið kynntar fyrir sveitarstjórn og eru nú opnar almenningi á heimasíðu verkefnisins www.sogutorgin.is Þær sýna hugmyndir sérfræðinga Alternance sem byggðar eru …
249. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
249. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 8. febrúar 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 249 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Á móti straumnum – sýningaropnun 8. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar
Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:00 – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness. Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu …
Öskudagsbúningar – skiptimarkaður í Safnahúsinu
Frá og með laugardeginum 3. febrúar og fram til öskudagsins 14. febrúar verður skiptimarkaður með grímubúninga í Safnahúsi Borgarfjarðar á opnunartíma þess. Hægt er að koma með búninga sem þurfa nýja eigendur og finna sér aðra búninga og furðuföt í staðinn. Tökum þátt í hringrásarkerfinu og spörum, bæði fyrir umhverfið og okkur. Safnahús Borgarfjarðar, Sími: 433 7200 – www.safnahus.is, Bjarnarbraut …
Tónlistarskóli Borgarfjarðar verður Listaskóli Borgarfjarðar
Tónlistarskóli Borgarfjarðar er þessa dagana að færa sig yfir í nýtt heiti sem verður Listaskóli Borgarfjarðar. Ástæðan er að skólinn fékk það verkefni að víkka út verksvið sitt og bjóða tækifæri til eins fjölbreytts listnáms í Borgarbyggð eins og kostur er. Ýmis skref hafa verið stigin undanfarin misseri og ákveðin verkefni hafa þegar náð að festast í sessi. Tónlistin Það …