Skrúðakstur á Ferguson

Á Safnadaginn, sunnudaginn 13. júlí nk. mun Landbúnaðarsafn Íslands efna til skrúðaksturs Ferguson-manna um Andakíl. Á heimasíðu safnsins eru Ferguson-menn eru hvattir til þess að mæta með fáka sína, en lagt verður upp frá hlaði safnsins á Hvanneyri eftir hádegið. Í frétt á síðunni er sérstaklega tekið fram að mikilvægt sé að ökumenn vélanna séu í kæðnaði er svarar til …

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk:   Gata frá Vesturlandsvegi að hesthúsahverfi – yfirborðsfrágangur Hrafnaklettur og Stekkjarholt – malbikun og gangstéttar við Hrafnaklett Göngustígur frá Kvíaholti að Borgarvík – gerð stígs ásamt malbikun Útboðsgögn verða afhent á geisladisk og án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma, frá og með miðvikudeginum 2. júlí n.k.   1. Gata frá …

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 30. júní

Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta þriðja tölublað ársins 2008. Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa að venju og er nú stútfullt af efni. Það er þó ólíkt fyrri fréttabréfum þar sem þrír af föstu liðum bréfsins eru ekki með í þetta sinn. Þeir eru fréttaritari úr sveitinni, ljóð frá …

Lausaganga hunda bönnuð á ákveðnu svæði í Hítardal

Að beiðni afréttarnefndar Hraunhrepps hefur lausaganga hunda verið bönnuð á tjaldsvæðinu í Hítardal yfir sumartímann þ.e. á milli vatnsins, hraunsins og árinnar. Hundaeigendur á ferðinni um dalinn eru vinsamlegast beðnir um að virða þetta bann. Bannskilti verða sett upp á tveimur áberandi stöðum á svæðinu. Meðfylgjandi myndir eru frá Hítardal.   Myndir: Björg Gunnarsdóttir  

Sparkvellir á Bifröst og Hvanneyri vígðir

Sparkvellirnir á Bifröst og á Hvanneyri voru víðgðir við hátíðlega athöfn föstudaginn 27. júní. Ávörp fluttu Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar og Jón Gunnlaugsson stjórnarmaður KSÍ. Börn úr ungmennafélögum í Borgarbyggð klipptu á borða á táknrænan hátt. Vígsluleikir fóru fram á milli foreldra og barna í tilefni dagsins og var hart barist. Það var Borgarverk ehf. sem sá um byggingu sparkvallarins …

Kartöfluuppskera

Bændur í Hvannatúni eru nú þegar farnir að taka upp fallegar og bústnar kartöflur eins og sést á meðfylgjandi mynd frá því í hádeginu í dag, föstudaginn 27. júní. Kartöflurnar eru mjög snemma á ferðinni og nokkrum dögum fyrr en í fyrra, en frétt þess efnis birtist hér á heimasíðunni í fyrra. Sjá hér frétt frá því fyrir ári síðan. …

Vígsla sparkvalla á Bifröst og Hvanneyri

Sparkvellirnir á Bifröst og Hvanneyri verða vígðir formlega á morgun, föstudaginn 27. júní. Athöfnin hefst kl. 14:00 á Bifröst og kl. 16:00 á Hvanneyri. Sjá hér auglýsingu.  

Ljósmyndasamkeppni SAMAN-hópsins

Föstudaginn 6. júní ýtti Katrín Jakobsdóttir alþingismaður sumarverkefni SAMAN-hópsins sumarið 2008 úr vör en það er ljósmyndasamkeppnin ,,Fjölskyldan í fókus“. Keppnin stendur til 8. ágúst 2008 og er ætlað að vekja athygli á að samverustundir með fjölskyldunni eru dýrmæt augnablik í lífi hvers og eins. Fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum eru hvattar til að senda myndir í keppnina af …

Friðlýst svæði og náttúruminjar í Borgarbyggð

Á heimasíðu Borgarbyggðar er nú komin skrá yfir friðlýst svæði og skráðar náttúruminjar í Borgarbyggð. Við þessa skrá verður síðan bætt staðarlýsingum. Svæðalandvörður á vegum Umhverfisstofnunar, Ásta Kristín Davíðsdóttir, starfar á fimm þessara svæða í sumar. Þau eru Eldborg, Grábrók, Hraunfossar, Húsafellsskógur og Geitland. Um tilraunaverkefni er að ræða. Óhætt er að segja að það hefur farið vel af stað …

Jónsmessugleðin í sundlauginni í Borgarnesi tókst vel

Fjölmenni mætti á Jónsmessugleði sem haldin var í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi í gærkvöldi, þriðjudaginn 24. júní. Opið var til miðnættis í tilefni Jónsmessunnar og boðið var upp á brasilíka karneval stemningu á sundlaugarbakkanum. Sundlaugargestir tóku fullan þátt í gleðinni með því m.a. að mæta í skrautlegum sund- og strandfötum til að skapa rétta andrúmsloftið. Brazilíski tónlistarmaðurinn Ife Tolentino ásamt hljómsveit sá …