Borgarbyggð mætir Dalvíkurbyggð í Útsvari

Annað kvöld, föstudaginn 10. október, keppir Borgarbyggð í spurningaþættinum Útsvari. Það eru þau Einar S. Valdimarsson sviðsstjóri fjármála við háskólann á Bifröst, Heiðar Lind Hansson sagnfræðinemi og Hjördís H. Hjartardóttir félagsmálastjóri sem keppa fyrir sveitarfélagið. Þau mæta liði Dalvíkurbyggðar, en í þeirra liði eru eftirtalin: Elín B. Unnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Magni Óskarsson. Alls taka 24 sveitarfélög þátt í þættinum …

Styrkir frá Menningarráði Vesturlands

Þriðjudaginn 14. október næstkomandi mun Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands verða til viðtals milli kl. 16:00 og 17:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og kynna reglur um úthlutun styrkja frá Menningarsjóði Vesturlands. Einnig mun hún veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknir um styrki á árinu 2009. Elías Árni Jónsson frá Atvinnuráðgjöf SSV verður einnig til viðtals á fundinum. …

Íris leiðbeinir í þreksal Varmalandi og Kleppjárnsreykjum

Þér er boðið í ókeypis tíma í þreksalnum Varmalandi og Kleppjárnsreykjum ! Fimmtudaginn 9. okt. mætir Íris Grönfeldt íþróttafræðingur og leiðbeinir í tækjasalnum í Íþróttamiðstöðinni Varmalandi frá kl. 16.00 – 18.00 Þriðjudaginn 14. okt. leiðbeinir hún svo í tækjasalnum í Íþróttamiðstöðinni Kleppjárnsreykjum frá kl. 18.00 – 20.00   Notum endilega endurbætta aðstöðu og fáum æfingaáætlun við hæfi hjá íþróttafræðingi. Munið …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2008 voru veittar á Sauðamessu

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir 2008 voru veittar að viðstöddu fjölmenni í Skallagrímsgarði í Borgarnesi laugardaginn 4. október. Afhending viðurkenninganna var í höndum formanns umhverfis- og landbúnaðarnefnar, Ingibjargar Daníelsdóttur sem flutti ávarp þar sem hún hvatti íbúa til að sýna gott fordæmi með góðri umgengni. Það voru konurnar í Öglu sem sáu um að að skoða garða, býli og fyrirtækjalóðir um allt …

Lánsfé, rekstrarörðuleikar og hlutafjármarkaður á Sauðamessu 2008 í Borgarnesi á morgun

Sauðamessa 2008 hefst laugardaginn 4. oktober kl. 13.30 að staðartíma með fjárrekstri eftir aðalgötunni í Borgarnesi. Að sjálfsögðu verður eingöngu lánsfé í rekstrinum, (fengið að láni frá góðbændum í héraði) og fastlega er búist við rekstrarörðugleikum. Því taka messuhaldarar fagnandi öllum sem lopavettlingi geta valdið og vilja koma í fyrirstöðu en annars er það engin fyrirstaða fyrir féð að hverfa …

Ábending varðandi efnistöku í Borgarbyggð

Framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þarf fyrir allri efnistöku í sveitarfélaginu á landi, úr ám, vötnum, fjörum og af hafsbotni allt að 115 metrum frá stórstraumsfjöruborði landareignar. Oft þarf einnig leyfi fleiri aðila t.d. Fiskistofu ef um er að ræða efnistöku úr ám og vötnum. Sjá hér upplýsingasíðu um efnistöku, lög og reglugerðir sem gilda um hana.  

Minnt er á dagskrá vegna aldarafmælis skólastarfs í Borgarnesi

Um þessar mundir eru 100 ár liðin síðan skólastarf hófst í Borgarnesi. Þessara tímamóta verður minnast með viðeigandi hætti, með opnu húsi í skólanum þar sem leitast er við að fanga tíðaranda liðins tíma, sýningu í Menningarsal Borgarbyggðar í MB, útgáfu skólablaðs og bókar um barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu.   Dagskrá 3. október: 12:30 – Hátíðarsamkoma við skólann 13:00-18:00 …

Útboðsauglýsing – Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnagerð við Arnarklett í Borgarnesi. Sjá hér útboðsauglýsinguna. Útboðsgögn verða afhent á geisladisk og án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma og þau eru einnig birt hér á heimasíðu Borgarbyggðar.