Ályktun um Landbúnaðarháskóla Íslands

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun var m.a. rætt um málefni Landbúnaðarháskóla Íslands og svohljóðandi ályktun samþykkt samhljóða:   “Byggðaráð Borgarbyggðar ítrekar þá afstöðu sína að það sé farsælast fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að vera áfram sjálfstæður skóli. Í kjölfar þess að mennta- og menningarmálaráðherra tilkynnti fyrir skömmu að ekki kæmi til sameiningar LBHÍ og HÍ hafa ráðherra og yfirstjórn skólans …

Góð gjöf til Grunnskólans í Borgarnesi

Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Eðalfisks kom færandi hendi í Grunnskólann í Borgarnesi og afhenti skólanum 8 stk. IPad að gjöf frá fyrirtækinu. Vélarnar munu nýtast vel í skólastarfinu og auka fjölbreytni í kennslu og úrvinnslu nemenda á hugmyndum sínum í náminu. Rekstur Eðalfisks hefur gengið vel síðustu misseri og eigendur tóku ákvörðun um að láta skólann njóta góðs af. Skólinn …

Útboð – Gangstéttar og göngustígar

Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í verkið: Gerð gangstétta og göngustíga í Borgarnesi 2014 Hellulögn, steyptar stéttar og malarstígar Verkið er fólgið í gerð steyptra kantsteina og gangstétta, hellulagðrar gangstéttar og malarstíga. Helstu magntölur eru: Hellulögn 235 m2 Steyptur kantsteinn 10 cm 600 m Steyptur kansteinn 15 cm 148 m Steyptar gangstéttar 875 m2 Malbiksviðgerðir 230 m2 Malarstígar …

Vesturlandsriðill í Skólahreysti á fimmtudag

Keppni í undanriðli (Vesturlandsriðill) í Skólahreysti fer fram í Smáranum í Kópavogi á fimmtudaginn, 27. mars í íþróttahúsi Breiðabliks. Tvö lið grunnskóla Borgarbyggðar taka þátt í keppninni, lið Grunnskólans í Borgarnesi og sameiginlegt lið Varmalands- og Kleppjárnsreykja Grunnskóla Borgarfjarðar. Gangi ykkur vel krakkar!   Grænt lið Grunnskólans í Borgarnesi skipa: Ásgrímur Agnarsson – upphýfingar/dýfur Hafrún Birta Hafliðadóttir – armbeygjur/hreystigreip Húni …

Skipulagslýsing – Stóra Brákarey

Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, þéttbýlisuppdráttur Borgarness, breytt landnotkun í Stóru-Brákarey   Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2014 að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Um er að ræða breytta landnokun í Stóru-Brákarey samkvæmt uppdrætti og greinargerð dagssettri 26. febrúar 2014. Lýsingin liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi …

Fundur hjá Hollvinum Borgarness

Hollvinir Borgarness (fyrrum Neðribæjarsamtökin) efna til fundar þriðjudaginn 26. mars kl. 17.15 á Sögulofti Landnámsseturs. Það er margt sem þarf að ræða og skipuleggja. Samtökin hvetja alla þá sem eru með hugmyndir að verkefnum eða málefnum til að mæta. Verkefni sem íbúar geta tekið sig saman um að vinna til hagsbóta fyrir Borgarnes og bæjarbúa. Drög að dagskrá:1. Samþykkt Hollvina …

Mottumarstónleikar Söngbræðra í Borgarneskirkju

Karlakórinn Söngbræður verður með tónleika í Borgarneskirkju fimmtudaginn 27. mars næstkomandi. Tónleikarnir eru í samvinnu við Krabbameinsfélag Borgarfjarðar í tilefni Mottumars. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og hressileg og sex kórfélagar syngja einsöng. Undirleikari er Heimir Klemensson og stjórnandi Viðar Guðmundsson. Aðgangseyrir kr. 2.000 og tónleikarnir hefjast kl. 20.30.  

Búið að opna innisundlaugina í Borgarnesi

Nú er búið að opna innisundlaugina í Borgarnesi en viðgerðir og endurbætur á henni hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Einnig hafa endurbætur staðið yfir á þreksal íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og er reiknað með að hann verði opnaður í næstu viku.    

Framhaldsskólanemar fá frítt í sund og þreksal

Nú stendur yfir verkfall framhaldsskólakennara og óvíst hve lengi það varir. Ákveðið hefur verið að Borgarbyggð bjóði öllum framhaldsskólanemendum í Menntaskóla Borgarfjarðar og nemendum í öðrum skólum sem eiga lögheimili í Borgarbyggð, frítt í sund og þreksali sem sveitarfélagið rekur, á meðan að á verkfalli stendur. Þetta gildir eingöngu á skólatíma og eru framhaldsskólanemendur hvattir til að notfæra sér þetta …

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands er til 1. apríl. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna inn á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is undir styrkir. Tilgangur sjóðsins er m.a.að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum …