Ráðning sveitarstjóra í Borgarbyggð

Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga til samninga við Gunnlaug Auðunn Júlíusson um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Gunnlaugur hefur frá árinu 1999 starfað hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem sviðsstjóri Hag- og upplýsingasviðs. Þar áður starfaði Gunnlaugur sem sveitarstjóri á Raufarhöfn. Gunnlaugur lauk búfræðinámi á Hvanneyri árið 1975 og nam landbúnaðarhagfræði í Svíþjóð og Danmörku á árunum …

Sveitarstjórnarfundur 18-mars 2016

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar föstudaginn 18. mars í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 13,00. Dagskrá: 1. Starf sveitarstjóra      

Sumarstörf hjá Borgarbyggð 2016

Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2016 Flokkstjórar Vinnuskólans Starfssvið: Umsjón með hópum í almennum garðyrkjustörfum, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 20 ára lágmarksaldur og reynsla af starfi með ungmennum. Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu: · Á Hvanneyri · Á Bifröst · Í Reykholti · Í Borgarnesi …

Menningarstefna Vesturlands

Viltu taka þátt í að móta Menningarstefnu Vesturlands ? Á næstu dögum verða haldnir fundir víða um Vesturland þar sem íbúum er boðið að taka þátt og hafa mótandi áhrif á gerð Menningarstefnu Vesturlands með þátttöku í vinnuhópum á fundunum. Fundur fyrir íbúa í Borgarbyggð og Skorradal verður miðvikudaginn 16. mars kl.17.30 að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Við hvetjum íbúa …

Styrkir til náms, verkfæra- eða tækjakaupa

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms og verkfæra- eða tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðs fólks. Styrkirnir eru ætlaðir fötluðu fólki sem á lögheimili á Vesturlandi, er með varanlega örorku og hefur náð 18 ára aldri. Umsóknir skulu berast til félagsþjónustu Akraneskaupstaðar, félagsþjónustu Borgarbyggðar eða Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir 21. mars n.k.Umsóknareyðublað …

Fundur um úrgangsmál

Opinn fundur um úrgangsmál í Hjálmakletti Borgarnesi, 15. mars kl. 20.   Dagskrá: Jónía Erna Arnardóttir formaður Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar: Fyrirkomulag sorphirðu í Borgarbyggð Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, Environice ehf.:„Eru 70 ruslatunnur fyrir utan húsið þitt?“ Theódóra Matthíasdóttir, Umhverfisfulltrúi Snæfellsness: „Stykkishólmsleiðin“- reynsla Hólmara í ruslinu Birgir Kristjánsson, Íslenska Gámafélagið:Græna tunnan í Borgarbyggð Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands:Urðunarstaðurinn Fíflholtum …

Breytt gjaldskrá heimaþjónustu

Út er komin breytt gjaldskrá heimaþjónustu. Breytingin felst helst í því að tekjumörk elli – og örorkulífeyrisþega eru hækkuð í samræmi við hækkun elli – og örorkubóta.  

Umhverfissjóður íslenskra fjallaleiðsögumanna

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti til verndunar náttúru Íslands.Tilteknum hluta styrkjanna er úthlutað verkefni tengdu gönguleiðinni frá Landmannalaugum til Skóga en einnig er hægt að sækja um verkefni á öðrum stöðum á landinu til uppbyggingar, viðhalds og endurbóta mannvirkja, stígagerð og uppgræðslu.   Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. …

Sveitarstjórnarfundur nr. 138

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 10. mars 2016 og hefst kl. 16,00 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Dagskrá: 1. Fundargerð sveitarstjórnar 11.02.’16 (136) 2. Fundargerð sveitarstjórnar 19.02.’16 (137) 3. Fundargerð byggðarráðs25.02.’16 (368) 4. Fundargerð byggðarráðs03.03.’16 (369) 5. Fundargerð umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar 02.03.’16 (30) 6. Fundargerð velferðarnefndar 03.03.’16 (59) 7. Fundargerð fræðslunefndar 08.03.’16 (139)