Streymt verður frá framboðsfundinum sem haldinn verður í Hjálmakletti í kvöld. Útsendingin verður aðgengileg á facebook síðu Borgarbyggðar, https://www.facebook.com/Borgarbyggd/ . Fundurinn hefst kl. 20:30.
Bókun byggðarráðs v. Hraunfossa
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þann 17. maí sl. var rætt um nýhafna innheimtu vegtolla við Hraunfossa. Byggðarráð bókaði eftirfarandi: „Hraunfossar hafa verið friðlýst svæði frá árinu 1987. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á Hraunfossum og nánasta umhverfi þeirra samkvæmt sérstakri auglýsingu nr. 410/1987. Umhverfisstofnun hefur einnig komið að fjármögnun á uppbyggingu göngustíga og útsýnispalla í þeim tilgangi að ferðafólk geti notið fegurðar …
Græn svæði í fóstur og reitir í ræktun
Umhverfis- og skipulagssvið minnir á að íbúar geta óskað eftir því að taka „græn svæði í fóstur“. Nú þegar eru nokkrir slíkir samningar í gildi og verkefnin geta verið mjög fjölbreytt, s.s. umhirða lítilla svæða við lóðamörk, sláttur á óbyggðum lóðum, uppbygging og umhirða stærri svæða í nærumhverfinu. Nánari upplýsingar um Græn svæði í fóstur má sjá hér Þá geta …
Starfsmaður óskast í heimaþjónustu
Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður. Um er að ræða tímavinnu og/eða sumarafleysingar Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Almenn þrif Stuðningur og hvatning Aðstoð við persónulega umhirðu Hvetja til sjálfshjálpar Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega Helstu hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum Frumkvæði …
Þroskaþjálfi eða félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar
Félagsþjónusta Borgarbyggðar óskar eftir þroskaþjálfa eða félagsráðgjafa. Um er að ræða 50 – 70% afleysingastarf í óákveðinn tíma. Helstu verkefni og ábyrgð: Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna fullorðinna einstaklinga, barna og fjölskyldna. Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu. Vinnsla barnaverndarmála. Menntun og …
Auglýsing um kjörskrá
Kjörskrá Borgarbyggðar vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí 2018 liggur frammi á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 16. maí til kjördags. Skrifstofa Borgarbyggðar
Frá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi-
Íþróttahúsið verður lokað miðvikudaginn 16. maí 2018 Þennan dag verður hæfnispróf starfsmanna sem felst meðal annars í sérhæfðri skyndihjálp fyrir sund-og baðstaði. Starfsmenn sem sinna laugargæslu skulu árlega standast hæfnispróf skv. III. viðauka reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Forstöðumaður
Auglýsing um framboðslista í Borgarbyggð
Auglýsing um framboðslista við sveitarstjórnarkosningar í Borgarbyggð 26. maí 2018 B D S V Listi Framsóknarflokksins Listi Sjálfstæðisflokksins Listi Samfylkingarinnar og óháðra Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Guðveig Anna Eyglóardóttir Lilja Björg Ágústsdóttir Magnús Smári Snorrason Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir Davíð Sigurðsson Silja Eyrún Steingrímsdóttir María Júlía Jónsdóttir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Finnbogi Leifsson Sigurður Guðmundsson Logi Sigurðsson Guðmundur Freyr Kristbergsson …
Framboðsfundir
Framboðsfundir í aðdraganda kosninga þann 26. maí verða haldnir í næstu viku sem hér segir: Mánudaginn 14. maí í Logalandi Þriðjudaginn 15. maí í Lindartungu Fimmtudaginn 17. maí í Hjálmakletti Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.