Til að skila heyrúlluplasti til endurvinnslu, er nú gerð krafa um að svart plast sé flokkað frá öðru og eru bændur beðnir að flokka það og bagga sérstaklega.
Lokað í Öldunni 20. janúar nk.
Vakin er athygli á því að dósamóttaka Öldunnar og hæfingin verður lokuð á morgunn, föstudaginn 20. janúar.
Laust starf við ræstingar í Andabæ
Leitað er að reglusömum, traustum og áreiðanlegum einstakling sem hefur m.a. góða samskiptahæfileika og sjálfstæði í vinnubrögðum. Starfið felst í ræstingum eftir lokun leikskóla alla virka daga. Um er að ræða tímavinnu.
Leikgleði – leiklistarnámskeið fyrir ungmenni í 7.-9.bekk grunnskóla
Á þessu vornámskeiði verður farið í grunnatriði í leiklist, svo sem leiktækni, persónusköpun, líkamstækni, spuna og hlustun, samvinnu og frumkvæði. Námskeiðið endar á opnum tíma þar sem vinum/aðstandendum er boðið að sjá afrakstur námskeiðsins ef vilji þátttakenda er til þess.
Laust starf umsjónarkennara í Grunnskólanum í Borgarnesi
Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir umsjónarkennara í 2. bekk.
Upplýsingar varðandi sérstakan húsnæðisstuðning
Vakin er athygli þeirra sem notið hafa sérstakra húsaleigubóta frá Borgarbyggð, að endurnýja þarf umsókn um áramót. Þetta á þó ekki við stuðning vegna nemenda 15 – 18 ára, umsóknin gildir jafnlengi og leigusamningurinn.
Kristín Þórhallsdóttir kjörin Íþróttmanneskja Borgarfjarðar 2022
Kristín Þórhallsdóttir var kjörin Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2022, annað árið í röð.
Kristín er 38 ára gömul og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness.
Kristín vann silfurverðlaun á EM og HM og tvíbætti evrópumetin í hnébeygju og samanlögðu á árinu. Hún bætti auk þess íslandsmetin í hnébeygju, réttstöðulyftu, réttstöðulyftu single liftt og samanlögðu. Kristín náði 110,27 IPF-GL stigum á árinu, en það er mesti stigafjöldi sem náðst hefur af íslenskum keppanda.
Kristín er þriðja á heimslista Alþjóðlega kraftlyftingasambandsins (IPF) í sínum þyngdarflokki fyrir árið 2022 og á fjórða besta árangur í samanlögðu sem náðst hefur í þessum flokki í sögunni innan IPF.
Kristín var auk þess í 8. sæti í vali samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjörin kraftlyftingakona ársins annað árið í röð.
Ný einföld og snjöll ábendingagátt
Ný útgáfa af ábendingagátt fór í loftið föstudaginn sl, en um er að ræða nýtt viðmót sem hefur verið í þróun í nokkurn tíma.
Útboð: Verkfræðihönnun
EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í verkfræðihönnun á um 1400 m2 viðbyggingu auk endurbóta á hluta eldra húsnæðis Grunnskólans Kleppjárnsreykjum.
Útboð: Arkitekta og landslagshönnun
EFLA, fyrir hönd Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í arkitekta- og landslagshönnun á um 1400 m2 viðbyggingu auk endurbóta á hluta eldra húsnæðis Grunnskólans Kleppjárnsreykjum