Starfsemi

Aldan býður upp á hæfingu og virkniþjálfun fyrir fólk með skerta starfsgetu. Í Öldunni fer fram starfs- og félagsþjálfun þar sem áhersla er lögð á að viðhalda og auka sjálfstæð vinnubrögð, starfsþrek og félagslega færni sem miðar að því að auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi og á almennum vinnumarkaði.

Aldan starfar samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Aldan rekur verslun, saumastofu, kertagerð og smíðastofu. Aldan tekur að sér ýmis verkefni svo sem pökkun og merkingar á varning ásamt fleiri tilfallandi verkefnum í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.