Í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst skipulagslýsing að nýju deiliskipulagi fyrir Brákarey í Borgarnesi.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11.12.2025 að auglýsa lýsingu að nýju deiliskipulagi fyrir Brákarey í Borgarnesi.
Deiliskipulagssvæðið er 2,4ha og nær yfir Brákarey í Borgarnesi. Deiliskipulagssvæðið felur í sér heildarendurskoðun á landnotkun innan Brákareyjar og tekur til allra þátta sem lúta að uppbyggingu, umhverfis, samgöngum og tengslum við aðliggjandi svæði. Aðkoma að
svæðinu er í gegnum Brákarbraut sem liggur yfir eyjuna og tengist Borgarbraut land megin. Markmið deiliskipulagsins er að skapa aðlaðandi og vistvæna blandaða byggð þar sem íbúðir,
þjónusta, verslun, ferðaþjónusta og opin svæði mynda lifandi heild. Brákarey á að verða nýr samkomustaður bæjarbúa, aðdráttarafl fyrir gesti og kennileiti sem eykur ásýnd og ímynd Borgarness. Áætlunin samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2025-2037.
Skipulagslýsingin er aðgengileg hér í skipulagsgátt.
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is mál nr. 1655/2025) frá 18.12.2025 til og með 15.01.2026 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna á kynningartíma. Ábendingum skal skilað í skipulagsgáttina, senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is . Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 18. desember, 2025.
