Mánudaginn 24. nóvember koma til okkar í Safnahúsið þrír höfundar og kynna nýjar bækur sínar. En það eru þau: Þórunn Rakel Gylfadóttir, Kristín Svava Tómasdóttir og Hörður Torfason.
Bók Þórunnar ber nafnið Mzungu og er Simon Okoth Aora meðhöfundur bókarinnar, en bókin gerist í Kenía og segir frá Huldu og hvert góður vilji og löngunin til að bæta heiminn getur leitt.
Bók Kristínar Svövu Fröken Dúlla er skrifuð um ævi Jóhönnu Knudsen, sem var alræmd vegna rannsóknasinna á siðferðisástandi í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar.
Bók Harðar, Þegar Múrar falla er sjálfsævisaga, en Hörður var fyrstur Íslendinga til að stíga fram opinberlega sem samkynhneigður maður árið 1975 og mætti við það bæði fordómum og útskúfun.
Almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins Læsi á stöðu og baráttu kvenna í tilefni af Kvennaári 2025 og er þessi viðburður liður í því og nýtur styrks frá Bókasafnssjóði.
komið og eigið notalega stund í Safnahúsinu.
Allir velkomnir og heitt á könnunni.
