Almyrkvi á sólu – Fræðsluerindi

nextjs

Sævar Helgi Bragason betur þekktur sem Stjörnu Sævar, kemur til okkar í Safnahúsið 18. nóvember kl. 17:00 og segir okkur frá Sólmyrkvanum sem verður 12. ágúst 2026 en þá verður almyrkvi á sólu sjáanlegur frá Íslandi í fyrsta sinn síðan 1954. Sævar ætlar að fræða okkur um þennan viðburð og hvers megi vænta hér á okkar svæði. Viðburðurinn er hugsaður fyrir alla fjölskylduna og því gott tækifæri fyrir börn og fullorðna að koma og eiga fræðandi stund saman.