Söngvakeppni NMB 2025 verður haldin 27. febrúar klukkan 19:00 í Hjálmakletti! Bestu söngvarar skólans koma fram!
Sigurvegari keppninnar mun keppa fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar í söngvakeppni framhaldskólanna sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV í apríl.
Það verður alvöru dómnefnd og glæsileg skemmtiatriði!
Boðið verður uppá veitingar og ágóði af þeim mun fara í gott málefni.
Það eru allir hjartanlega velkomnir á þennan skemmtilega viðburð. Það er frítt inn!
Hlökkum til að sjá ykkur!
