Markmið „Nýsköpunar í vestri“ er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.
Dagskráin er blanda af fræðslu, reynslusögum og tengslamyndun. Þátttakendur munu læra af reyndum frumkvöðlum og kynnast nýju fólki. Hluti af dagskránni er úthlutun atvinnu- og nýsköpunarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og gefst þátttakendum tækifæri til að spjalla við styrkhafa. Dagurinn endar með léttum veitingum og stefnumóti.
Þátttaka í Nýsköpun í vestri er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig til að áætla veitingar og minnka matarsóun.
Nýsköpun í vestri er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands.