Kynntar verða tvær nýútkomnar bækur.
“Fjórir snillingar”; Helgi Bjarnason kynnir aðra bók sína í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði. Hún fjallar um ævi og störf nokkurra áhugaverða einstaklinga sem sett hafa svip á samfélagið í Borgarfirði á ýmsum tímum. Útgefandi er Helgi sjálfur.
“Búverk og breyttir tímar”; Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri, kynnir bók sína sem fjallar um búnaðarsögu þjóðarinnar. Að þessu sinni fjallar Bjarni um nokkur þekkt verk og verkfæri sem alþekkt voru á síðustu öld, en hafa nú ýmist horfið úr verkhring eða breyst í helstu atriðum. Útgefandi er Sæmundur.
Auk upplestursins verður boðið upp á tónlistaratriði og heitt verður á könnunni.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!