Tríó Sól og Atli Arnarsson í Kirkjunni á Borg á Mýrum

petra

Tríó Sól og Atli Arnarsson bjóða til tónleika í fallegu Kirkjunni á Borg á Mýrum, Borgarnesi, föstudaginn 12. júlí 2024 kl. 17:00. Á dagskrá verður klassísk og þjóðlagaskotin tónlist í flutningi tríósins ásamt tónlist af væntanlegri plötu Atla; Stígandi.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðinni Öldur og er aðgangur ókeypis. https://www.facebook.com/events/1129129358189308/
~~
Atli Arnarsson er tónlistarmaður frá Reykjavík, búsettur í Kaupmannahöfn. Hann vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu, Stígandi, sem er innblásin af sjóslysi sem varð árið 1967. Afi hans Atla var að vinna á síldarskipinu Stíganda ÓF 25 þegar það sökk langt norður í hafi og áhöfnin endaði á að þurfa að bíða í björgunarbátum í fimm sólarhringa, þar til þeir fundust og björguðust allir. Auk þess að gera tónlist, stundar Atli einnig nám í hljóðhönnun í Den Danske Filmskole.
~~
Tríó Sól er strengjatríó sem samanstendur af fiðluleikurunum Emmu Garðarsdóttur og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og víóluleikaranum Þórhildi Magnúsdóttur. Þær hafa komið fram á fjölda tónleika á Íslandi og erlendis en flytja oft óþekkt verk og nýsmíðar auk spuna og skapa þannig einstaka og skemmtilega tónleikaupplifun. Þær hafa allar stundað nám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn, en þær kynntust ungar í Suzuki-tónlistarnámi í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.
~~
Tríó Sól á:
Facebook: www.facebook.com/triosol.musik
Instagram: www.instagram.com/trio.sol
~ Tónleikaferðin er styrkt af Rannís ~
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Atli Arnarsson and Tríó Sól invite you to a concert in Borg á Mýrum Church on Friday July 12th 2024 at 17:00. The program will include classical and folk music performed by the trio, as well as music from Atli’s upcoming album; Stígandi.
The concert is a part of Öldur concert tour and entrance is free. https://www.facebook.com/events/1129129358189308/
~~
Atli Arnarsson is a musician from Reykjavík, based in Copenhagen. He is currently working on his debut solo album, Stígandi, which is inspired by a maritime accident that happened in 1967. Atli’s grandfather was working on the herring ship Stígandi when it sank far north of Iceland. The ships’ crew got onto lifeboats and ended up having to wait there for five days, until they were finally rescued. Alongside making music, Atli is currently studying Sound Design at the National Film School of Denmark.
~~
Tríó Sól is an Icelandic string trio consisting of Emma Garðarsdóttir and Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, violinists, and Þórhildur Magnúsdóttir, violist. They often perform unknown pieces and new compositions as well as improvisations. They all have studied in the Royal Danish Academy of music in Copenhagen, but they originally met in Sigursveinn D. Kristinsson’s School of Music in Reykjavík, Iceland.
~~
Tríó Sól on:
Facebook: www.facebook.com/triosol.musik
Instagram: www.instagram.com/trio.sol
~ The Öldur tour is supported by Rannís