Reikningar til Borgarbyggðar vegna kaupa á vöru og þjónustu
Alla reikninga til Borgarbyggðar skal senda með rafrænum hætti í gegnum skeytamiðlun. Vinsamlega ekki senda pappír samhliða rafrænum reikningum og það er ekki nægjanlegt að senda aðeins kröfu í banka.
Tekið er við reikningum á þessar kennitölur:
- Borgarbyggð kt. 510694-2289
- Ljósleiðari Borgarbyggðar kt. 550318-1560
Rafrænir reikningar
- Mörg bókhaldskerfi bjóða uppá að senda reikninga úr bókhaldskerfi með skeytamiðlun. Þjónustuaðilar fjárhagskerfa og skeytamiðlarar veita nánari upplýsingar um rafræna reikninga og hvaða leiðir eru í boði.
- Fyrir þau sem eru ekki með bókhaldskerfi er boðið upp á að senda rafræna reikninga hér. Formið er bæði á íslensku og ensku, hægt er að skipta á milli tungumála með því að smella á tannhjólið neðst í hægra horni síðunnar.
Innihald reikninga
Reikningur skal innihalda:
- Sundurliðun á vöru/þjónustu, magn og einingarverð.
- Nafn og kennitölu þess sem pantar.
- Nafn deildar/verkefnis.
- Sundurliðun á vinnu og efni/vörum.
- Greiðslutilhögun (bankanúmer/kröfunúmer).
- Viðhengi með viðbótargögnum eins og beiðnum, tíma- eða verkskýrslum (á pdf-formi).
Greiðslufrestur og samþykki
- 20 daga greiðslufrestur miðast við móttökudag reiknings, nema um annað sé samið.
- Reikningar fara í rafræna uppáskrift og þurfa samþykki 1–2 starfsmanna.
- Vanti nauðsynlegar upplýsingar, fellur greiðslufrestur úr gildi.