Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 7. desember 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Breiðabólsstað 2 í Reykholtsdal.
Tilgangur breytingarinnar er að stækka þéttbýlið í Reykholti. Breyta á landnotkun á 35 ha í landi Breiðabólsstaðar II úr landbúnaðarlandi í íbúðarbyggð og opin svæði. Núverandi íbúðarsvæði Í3 er stækkað úr 2,3 ha í 28,6 ha og skilgreind eru þrjú opin svæði. Deiliskipulagstillaga fyrir svæðið er lagt fram samhliða.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 2. desember 2022 til auglýsingar tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð á Breiðabólstað 2 í Reykholtsdal að því gefnu að sveitarstjórn samþykkti auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi sem gerð er samhliða.
Deiliskipulag þetta tekur til 35 ha svæðis þar sem íbúðarsvæði (íb3) er stækkað um 26,3ha og verður þá 28,6ha að stærð. Landnotkun var áður landbúnaðarsvæði. Gert er ráð fyrir alls 99 lóðum, þar af einni lóð undir verslun og þjónustu en hinar undir íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er frá Hálsasveitarvegi (518) og Reykholtsdalsvegi (519). Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.
Fylgiskjöl breytingar voru skýringaruppdráttur, fornleifaskráning, minnisblað NÍ – vistgerðir, fuglalíf skýrsla NV, minnisblað Ví – flóðamat, minnisblað NÍ – hver, minnisblað Adam Hoffritz – afmörkun.
Ofangreindar skipulagsáætlanir eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 18. janúar til og með 9. mars 2023. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreinddum áætlunum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 9. mars 2023. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 18. janúar 2023.