Niðurskógur Húsafelli, Oddsskógur 3

thora

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 43. gr. sömu laga er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 7. janúar 2023 að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags frístundarbyggðar í Niðurskógi í landi Húsafells 3 frá árinu 2003.

Breytingin tekur til lóðar við Oddskóg 3 og felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar er stækkaður úr 225 fm í 348 fm, heimilað að reisa eitt frístundahús og eitt aukahús. Innan byggingarreits er heimilað að byggja eitt frístundahús allt að 150 fm og eitt aukahús allt að 45 fm. Einnig er gerð breyting á hámarks-mænis og vegghæð sem og á leyfilegum þakhalla. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022..

Ofangreind skipulagsáætlun er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 18. janúar til og með 9. mars 2023. Ef óskað er nánari kynningu á áætluninni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við áætlunina og er frestur til að skila inn athugasemdum til 9. mars 2023. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 18. janúar 2023.