Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 31. mars 2023 að auglýsa lýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir hjólhýsabyggð í landi Galtarholts 3 (lnr. 135043) í Borgarbyggð.
Lýsingin tekur til núverandi hjólhýsasvæðis í landi Galtarholts 3 sem hefur verið staðsett þarna í áratugi. Svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota (O8) í gildandi aðalskipulagi og er aðkoma að svæðinu af Þjóðvegi 1. Í deiliskipulaginu verði markaður skýr rammi utan um starfsemina í samræmi við gildandi lög og reglugerðir er við koma starfseminni. Deiliskipulagið er unnið með hliðsjón af leiðbeiningum um Brunavarnir á tjald- og hjólhýsasvæðum frá HMS frá árinu 2020.
Ofangreind skipulagslýsing er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 11. maí til og með 25. maí 2023. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna og er frestur til að skila inn ábendingum til 25. maí 2023. Ábendingum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.
Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 11. maí 2023.