Flókagata í landi Munaðarness

thora

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð. Flókagata í landi Munaðarness (lnr. 134915)

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 2. júní 2023 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Flókagötu í Munaðarnesi.

Skipulagsáætlun

Ofangreind skipulagstillaga er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 22. júní til og með 21. júlí 2023. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við tillöguna og er frestur til að skila inn ábendingum til 21. júlí 2023. Ábendingum skal skila inn í Skipulagsgátt eða skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is.


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 8. júní 2023.