Bjössaróló í Borgarnesi er stundum talinn besta geymda leyndarmál Borgarness. Róluvöllurinn var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Björn hugsaði mikið um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent eða nýttist ekki lengur.
Leiksvæðið er neðarlega í bænum og hægt að ganga þangað eftir strandlengjunni, frá Landnámssetri, eða fara niður í Englendingavík og ganga þaðan, sem er styttri leið.
Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Í Englendingavík er fjara sem einnig er upplagt er að leika sér í.